Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 280
276
Ritfregnir
Skimir
Allur er frágangur bókarinnar vandaður og smekklegur og prentvillur
fáar.
Sigurjón Björnsson.
Steindór Steindórsson: GróSur á íslandi. — Reykjavík. Almenna
bókafélagið. Bók mánaðarins. Apríl 1964. 186 bls.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum er löngu orðinn svo þekktur fyrir
grasafræðirannsóknir sínar, að óþarft er að kynna hann, nema með örfá-
um orðum. Hann hefur einkum fengizt við rannsóknir á gróðri og gróður-
lendum landsins og skrifað um }>au efni allmargar greinar; mest þeirra
er nærri tvöhundruð síðna ritgerð um gróður miðhálendisins, sem kom út
árið 1946. Á seinni árum hefur Steindór snúið sér að rannsókn á útbreiðslu
þeirra plöntutegunda hérlendis, sem hann kallar miðsvæðaplöntur, og or-
sökum hennar, en þær telur hann vera ísaldir jökultímans. Á miðsvæð-
unum hafi verið auðir og islausir blettir hluta jökultimans, þar sem ýms-
ar tegundir lifvera hafi hjarað, sumar á einu svæðanna, aðrar á fleiri, en
jökullinn hafi eytt öllu lífi milli þessara svæða; og frá þessum stöðum
hafi miðsvæðaplönturnar lítið eða ekkert breiðzt út síðan. Þótt Steindór
sé ekki upphafsmaður þessara rannsókna hérlendis, hefur hann unnið
meira að þeim en nokkur annar og skrifað um þær fleiri greinar.
1 formála að GróÖri á Islandi segir höfundur bókarinnar, að hún megi
teljast frumsmið, þvi þetta sé hin fyrsta tilraun, sem hafi verið gerð til
að lýsa gróðurlendum Islands í heild með nokkurri nákvæmni. Þetta er
laukrétt. Að vísu hefur Steindór stuðzt við eldri skrif um þessi efni, en
bæði eru þau heldur lítil að vöxtum og flest orðin nokkuð gömul, svo
bókin er að miklu leyti byggð á hans eigin rannsóknum.
Þetta er mikill kostur, en honum fylgir sá galli, að lýsingar á hinum
ýmsu gróðurlendum hafa orðið mjög mislangar og sumar þeirra miklu
rækilegri en aðrar. Þannig er votlendi, sem að vísu er eitt víðáttumesta
gróðurlendi landsins eins og höfundur segir réttilega, lýst á 47 síðum, en
þeim 11 gróðurlendum, sem eftir eru, lýst á 81 blaðsíðu. Þetta gefur bók-
inni helzt til mikla slagsíðu, veldur ósamræmi. Höfundi hennar er þetta
líka vel ljóst sjálfum, og hann getur þess í formála, að það stafi af mis-
umfangsmiklum rannsóknum hans á hinum ýmsu gróðurlendum, vot-
lendisgróður hafi verið hans meginviðfangsefni árum saman. Það er ekk-
ert við því að segja, þó höfundinum hafi ekki unnizt tími til að gera
eins greinargóðar rannsóknir á öðrum gróðurlendum, því þær krefjast
mikils tíma og enginn getur verið jafnvel heima hvar sem er, auk þess
sem það er ofur mannlegt að hafa meiri áhuga á þessu en hinu.
Samt held ég það hefði verið betra, ef höfundurinn hefði ekki látið
bókina gjalda þessa í svona ríkum mæli. Það er ekki verið að lasta hina
nákvæmu lýsingu á votlendisgróðrinum, en bókin hefði trúlega orðið betri
sem heild, ef ósamræmið hefði verið minna.
Það má lika segja, og getur höfundur þess einnig, að ósamræmis gæti,