Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 73
Skíriiir
Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar
71
sem máldaginn nefnir, er án efa Ivar hólmur Vigfússon, en
ekki Ivar hólmur Jónsson.
19. júlí 1358 er gerSur samningur milli kennimanna fyrir
kirkjunnar hönd, þeirra sendimannanna síra Eyjólfs Brands-
sonar, kórshróður í Niðarósi, og bróður Eysteins, auk Gyrðs
biskups Ivarssonar, annars vegar, en leikmanna hinsvegar, og
voru fyrir þeim Ivar Vigfússon og Björn Ólafsson.1)
Gottskálksannáll segir við árið 1359: „Utanferð Ivars lióhns
á því skipi, er hann hafði sjálfur gjöra látið.“
Sami annáll segir við árið 1361: „Otkvóma ívars hólms og
Andréss Gíslasonar“, og á það að vera sama árið sem Grund-
arbardagi varð, en hvergi er Ivars hólms getið við þann at-
burð.2)
1 annálsbrotum frá Skálholli segir við árið 1364: „Þetta
sama sumar kom og til íslands Ivar hólmur. Hann bar brcf
og boðskap hingað til biskupsstólanna, hvern hann meðtók
af páfans nuncio, þeim er Guido hét, og þá var nýkominn
til Noregs.“ s) Bréf það, sem hér er vísað í, er enn til og
er á latínu. Það er útgefið af legáta páfa, Guido de Crucc
frá Mirepoix í Languedoc 20. júlí 1364. Hann skipar „Yvaro
de holm“ til innheimtu páfatíundar í Skálholtsbiskups-
dæmi.’)
ívar Vigfússon vottar það ásamt 5 öðrum mönnum á Al-
þingi l.júlí 1365, að lesin voru utanstefnubréf konungs.1')
Gottskálksannáll segir við árið 1365: „Utanferð Ivars hólms“
og „Lesið páfabréf í Skálholti, er Ivar kom út með“. Lög-
mannsannáll hefur þessar fréttir við árið 122, og liafa þær
í einu handriti hans verið skrifaðar á þessum ranga stað,
sennilega teknar úr öðrum annál ásamt nokkru fleira, og lent
þarna af ókunnum ástæðum. Þær hljóða svo þar: „Utanferð
Ivars hólms“ . . . „Lesin páfabréf í Skálholti, er ívar kom út
með“. Lögmannsannáll segir enn við árið 1368: „Utkoma
!) D.I. III, 121—122.
2) Isl. Ann., 358, 359.
3) S. st., 227.
*) D.I. III, 203—205.
5) S. st. III, 209.