Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 103
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
101
1 máldaga Hólakirkju í Eyjafirði frá sama tíma segir m. a.:
„Hefir hústrú Margrét lagt þetta til kirkjunnar í Hólum“ og
eru taldir margir gripir, ennfremur: „Var gjör bót á kirkj-
unni í Hólum í xi hundruð, er hústrú Margrét leit [o: lét]
gjöra, en vij hundruð það sem hún hafði til lagt innan kirkju.
Voru þetta 18 hundruð. Er hún nú skyldug kirkjunni í Hólum
hálft x hundrað eftir allan fyrrskrifaðan reikning anno do-
mini m cd lxx iij.
Anno domini m. cd. lxx primo reiknaðist í Hólum kirkju-
hluti hundrað og tólf álnir. Reiknaðist upp á iij ár og xx
meðan hústrú Margréta hélt v hundruð og xx og vj aurar.“ 4)
Af börnum þeirra Margrétar og Þorvarðs komust upp 3
dætur, Ingibjörg, Guðríður og Ragnhildur, og gefa þessar
dætur Margrétar henni kvittun á Möðruvöllum 24. apríl 1463
fyrir öllu því fé, sem hún hafði haft hald og meðferð á þeirra
vegna, og veita henni enn hald þess og meðferð í næstu 12
mánuði fardaga á milli og skyldi Margrét eiga affall og alla
ávöxtu af fénu á þeim tíma.2)
Árið 1463, þegar síra Þorsteinn Jónsson lýkur Hólabiskupi
skuld, er hann var i frá ráðsmannsstarfi i Skálholti, gefur
biskup eftir 10 hundruð af skuldinni fyrir bón abbadísar-
innar á Reynistað og „hústrú Margrétar", sem væntanlega
er Margrét Vigfúsdóttir.3)
21. júní 1465 votta það 4 menn á Ketilsstöðum á Völlum,
að þeir hafi verið á Eiðum ó Fljótsdalshéraði 28. maí, vænt-
anlega sama ár, og verið vitni að því, að Jón Narfason lýsti
því, að hann hefði í umboði hústrú Margrétar lúkt og afhent
Bjarna Marteinssyni peninga Ragnhildar Þorvarðardóttur,
konu hans, 3 hundruð hundraða og hálfu öðru hundraði bet-
ur í jörðum og tilgreint lausafé. Bjarni viðurkenndi að hafa
tekið við þessu fé. Jón Narfason byggði Bjarna ennfremur í
umboði hústrú Margrétar 48 kúgildi til fullrar leigu.4)
10. apríl 1467, á Horni í Rennisey í Rygjafylki, skýra 6
!) D.I. V, 309—310.
2) S. st., 378—379.
3) S. st., 397.
«) S. st., 4+6—447.