Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 274
270
Ritfregnir
Skírnir
Af þessari meginkenningu próf. Tryggva leiðir það, að hann tengir
hina elztu byggð evrópskra manna í Kanada við víkingaöldina á Norður-
löndum. Sú byggð er afleiðing af útþenslu og ólgandi lifi víkingaaldar.
Tímamarkið ákveður hann nánar árið 1000, er norrænir menn finna meg
inland Ameríku og gera tilraunir til þess að nema þar land. Rauði þráð-
urinn í forsögu Kanada, sem bók þessi tekur yfir, er því siglingar Islend-
inga í vesturveg, landnám á Grænlandi og könnunarferðir þaðan til meg-
inlandsins, sókn norrænna manna lengra og lengra um alla Norðursetu
og vestur með ströndum Kanada, og hægfara samruni þeirra við ólíkan
frumstæðan þjóðflokk, þar sem segja má, að báðir týnist í faðmlögum
hvor annars og skapi nýjan, sem byggir í dag víðáttumiklar ishafs-
lendur Kanada. Eftir að Kolumbus finnur Ameríku, hefjast frá Norður-
Evrópu, einkum Englandi, ítrekaðar könnunarferðir til íshafssvæða Kan-
ada í þeirri von, að takast megi að finna nýja siglingaleið, norðvestur-
leiðina, til hinna auðugu Asíulanda, sem Spánverjar og Portúgalar sátu
þá einir að. Frá könnunarferðum þessum greinir höfundur rækilega, allt
frá John Cabot til Luke Foxe og Thomas James, sem gerðu hvor í sínu
lagi árangurslausa tilraun til að finna þessa leið 1631-32. Við þá tilraun
eru bókarlokin miðuð.
ÍJtgerð bókarinnar er í alla staði hin prýðilegasta. Myndir eru marg-
ar, svo sem af gömlum landabréfum, forngripum og hlutum, sem sýna
verkmenningu norðurþjóða, einnig af nokkrum landkönnuðum miðalda.
Skrár eru hinar rækilegustu: um heimildarstaði, sem vitnað er til í text-
anum, um heimildarrit, sem efni þetta varða, um nöfn þeirra söguper-
sóna, sem tóku þátt í Vínlandsferðunum, um timatal helztu viðburða og
loks nafnaskrá.
Eg vil leyfa mér að óska útgáfunefnd hinnar miklu ICanadasögu til
hamingju með upphafið. Það er sérstök ánægja fyrir okkur íslendinga,
að þetta verk skuli hafa verið unnið af manni, sem var af íslenzku bergi
brotinn og svo nátengdur íslenzkum menningarerfðum sem höfundurinn
var. Guðni Jónsson.
Gwyn Jones: Tlie Norse Atlantie Saga. Being the Norse Voyages of
Discovery and Settlement to Iceland, Greenland, America. Oxford Uni-
versity Press 1964.
Höfundur þessarar bókar er prófessor í ensku og enskum bókmennt-
um við háskólann í Wales á Englandi og er mörgum Islendingum að góðu
kunnur bæði af heimsóknum til Islands og ritum sínum, einkum þeim,
er varða íslenzk efni. En hann hefir lengi lagt stund á íslenzk fræði og
aflað sér góðrar þekkingar á islenzku máli, eins og þýðingar hans á
nokkrum Islendinga sögum á enska tungu eru m. a. til vitnis um.
Á þessu ári hefir próf. Gwyn Jones látið frá sér fara allstóra og mjög
vandaða hók, er fjallar um ákaflega merkan þátt í sögu vorri eða, eins
og í undirtitli bókarinnar segir, um könnunarferðir norrænna manna og