Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 90
88
Einar Bjarnason
Skírnir
skjalið, en um það er ekkert sagt í athugasemd við skjalið í
fornbréfasafninu. Víst er, að hún er flausturslega gerð og
orðalagið bendir til annars tíma en þess, sem skjalið er gert á.
Það hljóðar svo, að Þorsteinn Finnbogason og Þorkell Snjólfs-
son votta það, að 12. júní 1517 hafi þeir verið vitni að því í
Reykjahlíð, að Þorvarður Guðmundsson lýsti yfir því, að
hann vildi endumýja gerning sinn við Sigurð Finnbogason,
sem þar var einnig viðstaddur, um próventu sína. Gaf þá
Þorvarður Sigurði og Margréti Þorvarðardóttur, konu hans,
jörðina Egilsstaði í Fljótsdalshéraði í Vallaneskirkjusókn sér
til framfæris og fullrar próventu og þar til 20 hundruð í öll-
um peningum í próventu með Guðlaugu Tómasdóttur, konu
sinni. Þorvarður lýsti yfir því, að bræður hans, síra Þórður
Guðmundsson og fvar Guðmundsson, hefði leyft sér að gefa
próventu sína hverjum sem hann vildi.
Hér era þá komnir á sjónarsviðið bræðurnir síra Þórður
og Brandur, sem síra Jón Egilsson nefnir, en auk þeirra Þor-
varður og fvar Guðmundssynir, Þorvarður sagður einungis
samfeðra Brandi, væntanlega eldri, og séra Þórður og ívar
væntanlega sammæðra Þorvarði, en ekki Brandi, vegna þess að
þeirra samþykki einna hefur Þorvarður haft fyrir próventu-
gjöfinni, þótt auðvitað hafi einnig þurft samþykkis Brands.
Guðmundur, faðir þessara bræðra, á að hafa verið Jónsson,
bróðir Stefáns biskups, og mætti vænta, að hans væri ein-
hvers staðar getið í skjölum, þegar hann hefur orðið svo gam-
all, að hann varð tvíkvæntur og synir hans 4 koma við skjöl
og 2 þeirra alloft. Enginn Guðmundur Jónsson er nefndur á
þeim tímum, að líklegt sé, að sé bróðir Stefáns biskups og
faðir þessarra bræðra. Þótt auðvitað geti vel verið, að ekkert
skjal sé varðveitt, sem geymi nafn þessa Guðmundar, er eðli-
legt að draga í efa, að síra Jón Egilsson fari að öllu rétt með
ættfærslu sína, með því að kunnugt er, að honum skeikar oft.
Hinsvegar verður ekki rengt, að fólk þetta hafi verið mjög
nákomið Stefáni biskupi. Síra Stefán Hallkelsson, dótturson-
ur Guðmundar, hlaut að hafa verið síra Jóni Egilssyni vel
kunnur, og væntanlega hefur hann einmitt borið nafn Stef-
áns biskups.