Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 263
Skírnir
Ritfregnir
259
gæti fullkominnar samkvæmni í orðabókinni. Ég á við tilhögun á niSur-
röSun samsettra orSa. Við röðunina er engin hliðsjón höfð af uppruna
eða merkingu fyrri liðar hins samsetta orðs. Á þetta jafnt við, hvort
fyrri liður er stofn orðs eða eignarfall. Þannig standa hlið við hlið í
sömu grein orðin auSstétt og auSsvarað; auSsœr og auSsöfnun. Hér er,
sem sé, í niðurröðun engu um það skeytt, hvort fyrri liður er nafnorðið
auSur eða lýsingarorðið auSur. Á sarna hátt standa saman í grein austur-
rí(k)skur og austurrúm, hið fyrra af áttartáknuninni austur, hið síðara
af verknaðarorðinu austur. Orðin andarbliki og andardráttur eru einnig
hlið við hlið í sömu grein, hið fyrra af fuglsheitinu önd, hið síðara af
önd í merkingunni „andi“. Enn má geta þess, að orðin reiSlag og reiS-
lyndi standa saman í grein, hið fyrra af reiS, hið síðara af stofni lýsingar-
orðsins reiSur. Eins og á var minnzt, hygg ég, að orðabókarhöfundi verði
i þessum efnum ekki borin á brýn ósamkvæmni. Og fram skal tekið, að
sömu reglu er fylgt í ýmsum orðabókum. Hún hefir þá kosti, að hún
sparar nim og er þægilegust fyrir orðabókarhöfundinn, losar hann við
umhugsun. En þótt þessir kostir séu að vísu þungir á metunum, er ég
andvigur þessari meginreglu í íslenzkum orðabókum. Málkennd Islend-
inga er svo næm, — eða með öðru orðalagi, íslenzka er svo gagnsætt
mál, — að hver viti borinn Islendingur finnur, að orðin andarbliki og
andardráttur; reiSlag og reiSlyndi eru ólíks uppruna. En niðurröðun af
þessu tæi er til þess fallin að sljóvga þessa málkennd, vinna gegn gagn-
sæi málsins.
Ef samsettum orðum er raðað eftir formi, skyldi maður ætla, að ósam-
sett orð væru meðhöndluð á sama hátt, þ. e. hið hljóðfræðilega form eitt
væri látið ráða úrslitum um það, hvað teldist sama orð. En svo er því
ekki háttað i OM nema stundum. Um þetta atriði fæ ég ekki séð, að
neinni einni reglu sé fylgt, heldur mörgum. Skal þetta nú nánara rök-
stutt.
Sturulum eru orS sett í eina grein án hliSsjónar af uppruna:
Axla í merkingunni „lyfta á axlir sér“ er sett með axlast, sem er að-
eins framburðarmynd af œxlast, sbr. að margir bera orðið læknir fram
sem ritað væri laknir og œtla sem ritað væri atla.
Babbi, sem er sérstök framburðarmynd af pabbi (gælumynd) er sett
með babbi í merkingunni „babl“.
Fáni „flagg" er sett með fáni „kjáni“.
Físa „físifjöl" stendur með slanguryrðinu físa „skvísa".
Kot „smábýli" er í grein með kot „barnsbolur“, sem er franskt tökuorð.
Krít i merkingunni „kalksteinsefni" (sem talið er í fyrstu merkja
„efni frá Krít“) er sett upp i grein með krít „innskrift" (sem er annars
uppruna). Þess má enn fremur geta, að sérmerkinguna „ritstifti úr krít“
(notað í skólum og víðar) vantar.
Lik „líkami; nár“ stendur með lík á segli, en hér er um alls óskyld
orð að ræða.