Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 105
Skírnir Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar 103
og þess lengur sem greind hústrú Margrét gjörði ei aðra
skipun á41.1)
22. september 1475 er Margrét enn á Hofi á Kjalarnesi,
sem hún kynni að hafa flutzt á í elli sinni, og kaupir þá 10
hundruð í jörðinni Flekkudal í Kjós fyrir Straum í Hraun-
um, 10 hundruð, af Guðmundi Magnússyni.2)
29. október 1476 votta það 6 menn á Möðruvöllum í Eyja-
firði, að Snorri Hallgrímsson og Nikulás Þorsteinsson gáfu
Margréti Vigfúsdóttur kvitta um alla peningameðferð, sem
hún og umboðsmaður hennar, Markús Magnússon, höfðu að
sér tekið í þeirra umboði og hennar eftir Einar heitinn Þor-
steinsson og konum þeirra hefði til erfða og umboðs fallið.3)
f testamenti sínu dags. á Möðruvöllum í Eyjafirði 7. apríl
1478 gefur síra Magnús Einarsson „hústrú Margrétu Vigfús-
dóttur skipið og kapla mína alla, sem ég á í Eyjafirði“ o. s.
frv.4)
23. ágúst 1480, í Viðey, gefa 5 kennimenn, Margrét Vig-
fúsdóttir og 7 aðrir leikmenn, þ. á m. tveir tengdasynir Mar-
grétar, Páll Brandsson og Erlendur Erlendsson, og Guð-
mundur fvarsson, væntanlega bróðursonur hennar, Þorleifi
Björnssyni vitnisburðarbréf þegar hann er að fara utan á
konungsfund.5) Ólöf, móðir Þorleifs, var systir Þorvarðar,
manns Margrétar, og voru þessar konur lengi í ekkjudómi
og höfðu undir höndum feikna eignir.
20. maí 1482 gekk á Þorkelshóli í Víðidal dómur Bafns lög-
manns Brandssonar um það, hver vera skyldi umboðsmaður
Orms Bjarnasonar. Margrét Vigfúsdóttir hafði setzt í og að
sér tekið umboðið og dóm fyrir lagt. Það er rakið hér að
framan, að Margréti var ekki dæmt umboðið fyrir Orm,
eflaust vegna þess, að hún var orðin svo gömul, en hún var
afasystir Orms og ekkja móðurbróður hans.6)
Hér er Margrétar síðast getið á lífi í skjölum. Svo sem fyrr
1) D.I. V, 783.
2) S. st., 800—801.
3) D.I. VI, 91—92.
4) S. st., 130.
5) S. st., 292.
6) S. st., 436—438.