Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 245
Skírnir
Samtíningur
241
Memor esto verbi tui seruo tuo in quo mihi spem dedisti.
Þetta er orðað svo í íslenzku Biblíunni (Sálm. 119, 49):
Minnst þú orðsins við þjón þinn,
af því að þú hefur látið mig vona.
Eins og sjá má, ber nokkuð á milli í þýðingunum. f Vúlgötu segir:
Vertu minnugur orðs þíns við þjón þinn, (þess orðs) með hverju þú veitt-
ir mér von.
Þegar ég hafði lesið þetta vers Saltarans, kom mér óðara til hugar, að
hér væru þau orð, sem rúnaristarinn grænlenzki reyndi að skrá á fisk
sinn, þó að óhönduglega tækist.
1 fyrsta orðinu eftir nafn Maríu notar rúnaristarinn þ fyrir e, og er
þess að gæta síðar í ristunni. Er þá og gerð grein fyrir fyrsta orðinu
(memor). Annað orðið skrifar hann eatu, og er þá a fyrir s. Næst koma
stafirnir uebi, og vantar þar r, en vera mætti, að band hefði verið við-
liaft í forriti rúnaristarans. Þá kemur tti, og kynni síðara t-ið að vera rit-
villa, og er það líklegast; fyrir u. Næstu þrír stafir suo kynnu að standa
fyrir suo með bandi (sem merkir er), og hefði rúnaristaranum sézt yfir
bandið í forriti sínu, en þar hefði raunar verið skrifað servo (þjóni). Loks
er auo, og yrði þá að gera ráð fyrir ritvillu enn að nýju, a fyrir t, og
er þá úti áletrunin öðrumegin og hálft versið. Lílegast eru stafimir
(i)konmikis- afbökun úr in quo mihi s — (kannske er sm afbökun úr
í(pe)m, en að því búnu keyrir alveg um þverbak.
Nú kynni mönnum að þykja hugsanlegt, að í ristunni væri villuletur;
sumir (en aðeins sumir!) sérhljóðar væm táknaðir með undanfarandi sam-
hljóð, til að mynda þ = æ (s. s. e), síðara t-ið í tti merkti þá u, en eftir
sem áður væru villurnar a í þatu og auo, og svo notaði rúnaristarinn sér
heldur ekki villuletrið nema stundum.
Líklegt er, að forskrift rúnaristarans hafi verið með latnesku letri,
nema þá að um fleiri uppskriftir sé að ræða, hverja eftir aðra. En auð-
sætt er, að hann hefur ekki verið fullrýninn, og því fór sem fór.
Siðalærdómur þessarar greinar er annars, eins og augljóst má vera:
Margháttaða nytsemi má af því hafa að lesa Biblíuna; jafnvel brenglaða
rúnaristu utan af Grænlandi má réða í ljósi hennar!
18.
1 ritgerð þeirri, sem nefnd er í næstu grein á undan, eftir þá Magnus
Olsen og Ólaf Lárusson, er ýmiss konar fróðleikur um Máríufisk. 1 til-
efni af því hefur Séamus Ó Duilearga, prófessor í Dyflinni, sent mér
klausu úr bókinni „A Description of the Western Islands of Scotland circa
1695 by Martin Martin, Gent. . . Edited with Introduction by Donald J.
Macleod . . . Stirling 1934“, bls. 133. Hún er á þessa leið:
„On the western coast of this island (North Uist) lies the rock Eousmil,
about a quarter of a mile in circumference, and it is still famous for the
yearly fishing of seals there, in the end of October. This rock belongs to
16