Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 264
260
Ritfregnir
Skimir
En stundum er algerlega gagnstœðri meginreglu fylgt: orSum er skip
aS í fleiri en eina grein vegna ólíks upprurta. Skulu nú um það tekin
nokkur dæmi:
Orðið ás er sett í þrjár greinir eftir uppruna, en hefði raunar átt að
vera í fjórum, ef reglunni hefði verið fylgt út í æsar, því að flestir munu
telja, að is „hæð“ (sbr. gotn. ams ,,öxl“) sé annars uppruna en ás „bjálki“
(sbr. gotn. ans ,,bjálki“).
Bulla er í þremur greinum, greinilega í samræmi við hugmyndir höf-
undar um uppruna.
Fals er sett í tvær greinir réttilega eftir upprana, og sama gegnir um
falsa (so.).
KviSur er einnig í tveimur greinum réttilega eftir uppruna, og sama
er að segja um orðið valur, sem líka er í tveimur greinum.
Dæmi um þessar tvær ólíku meginreglur mætti margfalda, en þess
gerist ekki þörf. Sýnt hefir verið fram á, að þær eru notaðar á vixl og
stundum er þeim blandað saman, sbr. dæmið um ás hér að framan. Hér
virðist ekki vera um það að ræða, að í upphafi hafi verið ákveðið að fara
eftir annarri reglunni og hætt við það, er fram í sótti, því að ruglingur-
inn er jafndreifður um alla bókina. Þetta atriði virðist aldrei hafa verið
hugsað, aldrei tekin nein stefna í því.
Um röðun merkinga get ég verið fáorður. Mér sýnist hún hvorki betri
né verri en tíðkast i sams konar bókum. Merkingaröðun er eilíft vanda-
mál orðabókarhöfunda, og þess er ekki að vænta, að það hafi verið leyst
með þessari bók. En yfirleitt virSist mér þægilegt aS fletta upp í bókinni.
Þó vil ég gera fáeinar athugasemdir.
Merkingu (eða notkun) sagna er oft skipt í tvo höfuðflokka: A og Ii.
Við skulum taka sögnina koma sem dæmi. Þar segir: „A í öðrum sam-
böndum en með ao eða fs (um þau sambönd sjá B-lið) “. Og hvað stend-
ur svo undir A-lið? Hér eru vitanlega engin tök á að rekja það allt,
enda geiist þess ekki þörf. En tvö fyrstu orðasamböndin, sem tilgreind
eru, eru þessi: komdu hingaS og ég fór til Færeyja. Er hingaS þá ekki
lengur atviksorð og til ekki forsetning? Vafalaust er það ekki ætlun höf-
undar að halda neinum slíkum kenningum fram. Hér, hygg ég, aS sé
miklu fremur um óheppilegt orSalag aS ræSa en óheppilega röSun. Ætla
verður, að hugsunin með því, sem sagt er undir A-lið, sé sú, að þar séu
tilgreind sambönd, þar sem atviksorðið eða forsetningarliðurinn eru ekki
fastir fylgiliðir sagnarinnar, en undir B-lið séu hins vegar upp talin föst
atviksleg eða forsetningarleg sambönd með sögnum eða með öðram orð-
um það, sem dr. Bradley kallaði „phrasal verbs“. Skilin verða alltaf
ógreinileg, en það liggur í eðli málsins, og er ekki á valdi neins orða-
bókarhöfundar að breyta því.
Ymislegt fleira mætti minnast á, sem varðar röðun. Ég vik að fáu einu.
I íslenzku úir og grúir af myndhverfum orðtökum. Orðabókarhöfundi er