Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 35
Skírnir
Harðindi á Islandi 1800—1803
33
þrem prestum í Múlasýslum, að þeir höfðu neyðzt til að
yfirgefa prestaköll sín. Má af þessu ráða, hvemig hagur alls
þorra manna muni þá hafa verið.26
Sumarið 1803 kom Húsavíkurskip seint eins og venjulega,
eða ekki fyrr en upp úr miðjum ágúst, og var þó enginn hafís
til hindrunar í það skiptið. Að vísu hafði það nú nokkm
meiri matvörur meðferðis en árið áður, en vafasamt var, að
þær nægðu yfir veturinn, slíkur skortur sem var í sýslunni.
Eins og fyrr segir, var engar erlendar matvömr að fá í
verzlununum eystra vorið 1803, en hins vegar lá þar nokk-
uð af íslenzkum matvörum frá haustinu áður. Sökum þess
hallæris, sem var ríkjandi þetta vor, einkum í norðurhluta
Austfjarða, „keyptu þeir, er gátu, kjöt og tólg, fyrir dýra
dóma, úr kaupstödum, er þeir þángad sjálfir selt höfdu haust-
inu ádur, fyri miklu minna verd, en fluttu nú þannig med
miklum kostnadi, í ófærd og snjóum, heim til sín aptur“.27
Að þessu sinni vildi þó svo vel til, að skipin til austur-
hafnanna urðu ekki fyrir neinum óvenjulegum töfum, og
komu hin fyrstu þeirra í byrjun júní. Áleit Stefán amtmaður
Þórarinsson í bréfi til rentukammers þá um haustið, að næg-
ar vörubirgðir myndu vera á þessum höfnum, þar til skipin
kæmu aftur sumarið 1804.
Af norðurhöfnunum hefir þegar verið rætt um Húsavík,
en á hinar hafnirnar nyrðra, taldi amtmaður í fyrrnefndu
bréfi, að hefði verið sæmileg sigling sumarið 1803 nema á
Hofsós. Hann kvað þá höfn yfirleitt hafa verið sómasamlega
birgða af kornvörum, en nú brygði svo við, að kaupmaður-
inn sendi vart helming þess, sem verzlunarstjóri hans hafði
beðið um. Óttaðist hann því eðlilega, að mikil vöruþurrð
yrði þar um veturinn, og reyndist sannspár um það. Þá var
það og skoðun amtmanns, að Skagaströnd væri sæmilega
birgð að nauðsynjum, og hefir því rætzt betur úr um sigl-
ingu þangað en áhorfðist um vorið.28
Siglingar til Skagastrandar höfðu oft gengið skrykkjótt það
sem af var fríhöndlun og með versta móti síðustu árin.
Þannig kom ekkert skip þangað sumarið 1800, en eitt skip
kom seint um síðir sumarið 1801, en slitnaði svo upp á höfn-
3