Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 94
92
Einar Bjarnason
Skírnir
það í Skálholti 25. júní 1500, að þeir hafi 24. s. m., á Hólum
í Eystrahreppi,1) heyrt og séð, að Björn Guðnason lýsti fyrir
þeim, að hann hefði gefið klaustrinu í Skriðu í Fljótsdal jörð-
ina Sellátur í Reyðarfirði. Ragnhildur Bjarnadóttir, kona
Björns Guðnasonar, og séra Þórður hafa verið þremenningar,
en auk þess munu þau hafa verið fóstursystkini Ragnhildur
Þorvarðardóttir, móðir Ragnhildar Bjarnadóttur, og Guð-
mundur faðir síra Þórðar.
Árið 1503 afhenti síra Þórður eignir kirkjunnar í Hrepp-
hólum í hendur Einari Ingimundarsyni.2)
I gamlli skrá er skýrt frá því, hvað séu landamerki eftir
því, sem síra Jón Stallason afhenti síra Þórði Guðmundssyni,
á milli Hurðarbaks og Deildartungu, Gullsmiðsreykja og
Skáneyjar.3)
28. júní 1504 er síra Þórður í prestadómi í Skálholti. 27.
október 1508 er hann með Stefáni biskupi á Helgafelli og
24. júlí 1509 í Skálholti. 28. júní 1512 er hann á prestastefnu
í Skálholti.4)
Síra Þórður er einn þeirra manna, sem Stefán biskup hefur
skráð hjá sér nöfn á til minnis um það, hverjir hafa verið í
samþykkt um fjárskipti, sem biskup gerði um testamentum-
gjöf Sólveigar Björnsdóttur, er hún gaf börnum sínum og
Jóns Þorlákssonar.5)
I vísitazíuhók Brynjólfs biskups er þess getið í ágripi af
máldaga Leirárkirkju, að Runólfur Höskuldsson hafi selt síra
Þórði Guðmundssyni hálfa Leirá með bréfi dagsettu á Melum
í Melasveit 15. febrúar 1513.G)
13. febrúar 1514 er síra Þórður á Helgafelli með Stefáni
biskupi.7) 1. júlí 1515 er hann á Alþingi vottur að sáttargerð
þeirra Gríms Pálssonar og Þorleifs sonar hans af annarri
3 D.I. VII, 491. Hér mun líklega bara vera um að ræða villu af hendi
skrifarans, sem kynni að hafa verið utanhéraðsmaður. Áreiðanlega er átt
við Hrepphóla í Hrunamannahreppi.
2) S. st., 665.
3) S. st., 671.
4) S. st„ 698 og VIII, 251, 285 og 385.
■>) D.I. VIII, 394.
6) S. st„ 416—417.
7) S. st„ 481.