Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 279
Skírnir Ritfregnir 273
l)ví að til þess þarf sérstaka rannsókn, sem hann hefur ekki haft aðstæður
til að gera. En ég vil eindregið taka undir orð höfundar: „Hin mesta
þörf væri á félagsfræðilegum og uppeldislegum rannsóknum á ættleið-
ingum á miklu viðara sviði. Gera þarf samanburðarathuganir á þrosks
kjörbarna og barna, sem alast upp með föður sínum og móður. Leita þarf
orsaka þess, að ættleiðingar heppnast stundum miður vel o. fl.“
Meginhluti ritsins •— eða 9 kaflar þess — fjallar um ættleiðingar al-
inennt. Er það mjög yfirgripsmikil og gagnger athugun, eins og sjá má
af kaflaheitum og nokkrum undirfyrirsögnum: Ættleiðing og fóstur. Móð-
ir barnsins. Á hún að ala það upp sjálf eða láta það til ættleiðingar?
Kjörforeldrarnir. Af hvaða hvötum og ástæðum vilja kjörforeldrarnir taka
kjörbarn? Hvers konar barn vilja kjörforeldrarnir helzt? Þegar barn fæð-
ist kjörforeldrum eftir að þeir hafa ættleitt barn. Ófrjósemi, sem valdið
hefur sálrænum truflunum. Aldur kjörforeldra. Kjörbarnið. Kynforeldrar
barnsins og ætt. Rannsókn á barninu. Uppeldisferill barnsins. Hörn, sem
orðið hafa fyrir hrakningi og áföllum. Á barnið að vita, að það sé kjör-
barn? Hvenær á ættleiðing að fara fram? Ættleiðing fatlaðra og van-
heilla barna?
Auðséð er af þessu yfirliti, að höfundur veit, hvaða atriði er mest þörf
að reifa. Hann veit af langri reynslu, hvenær mest hætta er á mistökum
Skýringar hans eru frábærlega vandaðar. Þær eru djúptækar og gagn-
gerar, en um leið hófsamlegar og látlausar. Hann kann þá list flestum
öðrum betur að gera fræðilegu efni rækileg skil é svo ljósu og einföldu
máli, að hvert mannsbarn skilur.
1 heild er þetta eitt hið ágætasta sálfræðirit, sem birzt hefur á íslenzku
um langt skeið. Það ætti að verða skyldulestur fyrir stóran lióp manna:
alla þá, sem afskipti þurfa að hafa af ættleiðingum og fóstri barna, auk
margra annarra (kennara, presta, lækna, fóstra og gæzlufólks). Auk þess
eru tillögur hans til úrbóta (sérfræðileg ættleiðingarmiðlun) svo vel rök-
studdar, að nauðsynlegt er, að viðkomandi aðilar taki þær til vandlegrar
ihugunar.
Það þykir vart hlýða að ljúka svo ritdómi, að engar séu aðfinnslur.
Skal því tvennt nefnt, hvort tveggja óverulegt. Á bls. 128 ræðir höfundur
forsagnargildi smábarnaprófa: „Fylgnin milli þroska 9 mánaða harns og
4 ára harns t. d. virðist vera nær engin, og ekki er unnt að ráða af þroska-
prófum til 18 mán. aldurs um námshæfileika barna í skóla.“ Hér virð-
ist vera fullfast að orði kveðið, enda þótt alltaf sé varúðar þörf. Samkv.
nýjasta samanburði, sem ég hef séð, er fylgnin milli 12 mánaða barna
(Cattell-próf) og 3ja ára (Terman-Merrill-próf) 0.56. Fylgni milli 18
mánaða og 3ja ára er 0.67. Forsagnargildi Cattell-prófsins er eftir þessu
að dæma viðunandi fyrir ársgömul börn.
Höfundur þýðir orðið „social worker" með ármaður. Nú hafa „social
workers“ þeir, sem hérlendis starfa, tekið sér starfsheitið félagsráðgjafi,
og verður það því að skoðast hinn rétti titill þeirra.