Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 100
98
Einar Bjarnason
Skírnir
legast er, að hér sé um hann að ræða, með því að Guðrún
Sæmundsdóttir, kona Jóns Ófeigssonar, er einmitt í öðru hinu
framannefnda Brautarholtsbréfa talin nákomin Vigfúsi, en
þótt bréfið sé falsað, má þó ætla, að tengslin við Guðrúnu
hafi verið rétt hermd.
Þorlákur gæti verið rétt rúmlega tvítugur 1423, og er hans
ekki framar getið i skjölum.
Margrét Vigfúsdóttir
er fædd árið 1406, eða um það bil, eftir því sem Skarðsár-
annáll segir við árið 1486: „Dó hústrú Margrét á Möðru-
völlum, áttatíu ára gömul, og liggur hún hjá Þorvarði bónda
sínum í kór þar.1)
Margrét bjargaðist úr Kirkjubólsbrennu, svo sem fyrr seg-
ir, og giftist Þorvarði á Möðruvöllum í Eyjafirði Loftssyni
ríka Guttormssonar. Brúðkaup þeirra var gert i Brautarholti
á Kjalarnesi 14. október 1436, en þar mun móðir hennar,
sem þá var enn á lífi, þá hafa búið. Þorvarður hafði Eiða í
Eiðaþinghá til kaups við Margréti, en auk þess önnur sex
hundruð hundraða í jörðum og 4 hundruð hundraða í lausafé.
Margrét hafði í heimanmund jörðina Hlíðarenda og jarðir,
er þar nær liggja, fyrir 3 hundruð hundraða og hundrað kú-
gilda og 3 hundruð hundraða í virðingargózi í sæmilegum
gripum.2) Árið 1439 lögðu þau helmingafélag með sér Þor-
varður og Margrét.3)
Þorvarður varð ekki gamall, er talinn hafa dáið 1446,4) og
giftist Margrét ekki aftur. Hún mun hafa búið lengi á Möðru-
völlum, og hún varð gömul. 30. apríl 1446 kýs Margrét sér i
fjórðungsgjöf Þorvarðar manns síns þessa peninga: Sigluvík,
Geldingsá og Halland á Svalbarðsströnd, hálfan Leyning,
Tjarnir og Halldórsstaði í Eyjafirði, samtals 2 hundruð
hundraða. Auk þessa 2 hundruð hundraða í fríðum pening-
!) Ann. I, 71.
2) D.I. IV, 562—363.
3) S. st., 588—590.
4) S. st., 674—677.