Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 260
256
Ritfregnir
Skírnir
Nú kann sumum að jþykja það undarleg afstaða að amast við, að orð
séu tekin í orðabók. En ef lengd orðabókar er fyrir fram takmörkuð, eins
og hér á sér stað, þótt, eitthvað kunni hún að hafa farið fram úr áætlun,
verður að vega og meta, hvað skal tekið og hverju sleppt. Frá mínum
bæjardyrum séð hefir hinn mikli fjöldi orða af fyrr nefndum þremur
orðhópum óbeint orðið til þess, að fjölmörg algeng orð, einkum afleidd
og samsett, hafa ekki verið tekin í bókina.
Og þá kem ég að öðrum höfuðgallanum á efnisvali þessarar bókar,
sem sé, að í hana vantar mýmörg orð, sem í henni ættu að vera. Hér
er vitanlega ástæðulaust að gera langa skrá um þess konar orð. Ég tek
aðeins örfá dæmi: bjargálna (lo.), fataskápur (hins vegar er fatahengi),
fiskifélag, hitabylgfa, hitakanna, hitakerfi, hljóSlestur (raunar er hljóð-
lestur tilgreint undir raddlestur og sagt vera andrætt því orði, en það er
vitanlega alrangt, því að hljóðlestur er sérstök aðferð við lestrarkennslu
í andstöðu við stöfunaraðferðina), Iandsleikur, landsmót, Ijósnœmur, reglu-
gerð, skoðanakönnun, skynsvið.
Margra orðtaka sakna ég, ekki sízt í fyrri hluta bókar. Ég nefni sem
dæmi hrökkva upp af klakknum (klökkunum) (hrökkva upp af er hins
vegar tilgreint), kljúfa þrítugan hamarinn (afbrigðið klífa o. s. frv. er til-
greint, í síðustu lög, vita e-ð upp á sína tíu fingur og mörg fleiri.
Sérstaklega ber á, að sleppt hefir verið ýmsum afbrigðum orðtaka.
Þetta er mjög bagalegt í orðabók, sem ætluð er almenningi. Eitt höfuð-
hlutverk slíkrar bókar er að vera leiðbeiningarrit fyrir fólk, sem fæst við
að semja eitthvað, þótt ekki sé það nema sendibréf. Þá kann að vera, að
menn rámi í orðtök, en muni þau ekki til hlítar. 1 slíkum tilvikum á
orðabókin að koma til hjálpar. Vel má og vera, að menn vilji fremur
nota eitt afbrigði orðtaks öðru fremur, enda kann stundum að vera eilítill
blæmunur á merkingu afbrigðanna. Sem dæmi um orðtakaafbrigði, sem
sleppt hefir verið, mætti nefna nokkur, sem hafa agn að stofnorði eða
aðalorði, ef menn kunna illa við stofnorð i þessari merkingu. Undir agn
ei-u tilgreind afbrigðin renna á agnið og gleypa agnið og undir gina er
gína við agni. í bókinni finn ég hins vegar ekki bíta á agnið og ganga
á agnið. Hið fyrr talda er þó, að minnsta kosti í minni málvitund, al-
gengast. Eins og sjá mátti af dæminu gína við agni er ekki fylgt nema
stundum þeirri meginreglu i bókinni að raða orðtökum undir stofnorð.
Það hefði verið skynsamlegasta reglan og nægilegt að geta þeirra aðeins
einu sinni. í síðari hluta bókarinnar er sama orðtaksins oft getið tvisvar
eða jafnvel þrisvar sinnum og stundum með ólíkum skýringum. Með því
að raða aðeins undir stofnorð hefði mátt spara þó nokkurt rúm.
Niðurstaðan af þessum bollaleggingum um efnisval bókar verður þá sú,
að betur hefði mátt til þess vanda. Að sumu leyti virðist þetta stafa af
hæpinni stefnu, sem í fyrstu hefir verið mörkuð, um efnisval. En að
öðru leyti verður ekki hjá því komizt að ætla, að hraðvirkni, sem í sjálfu
sér er lofsverð, hafi getið af sér hroðvirkni. Þessa verður þó miklu meira