Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 33
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
31
andi amtsyfirvald eða sýslumaður kaupmönnum það, sem út
hafði verið tekið.
Þetta fyrirkomulag var óhjákvæmilega allseinvirkt, eins og
samgöngum var þá háttað í landinu, og svo gátu ýmis óvænt
atvik orðið til trafala. Til dæmis neitaði Enevoldsen, faktor
á Vopnafirði, að láta þá menn, sem Þórður Björnsson sýslu-
maður sendi þangað, hafa vörur út á seðlana nema gegn stað-
greiðslu. Urðu þessir menn því að fara bónleiðir heim til sin,
langa og erfiða leið, og bíða þess, að peningar væru sendir
alla leið frá amtmannssetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal
austur til Vopnafjarðar. Menn gátu þess vegna verið orðnir
avrið aðþrengdir, eða jafnvel dauðir úr hungri, áður en þeir
fengju notið góðs af gjöf konungs.
Þessi fjárframlög stjórnarinnar, sem komu í rauninni ærið
seint, voru því aðeins að gagni, að til væru nægar vörur í
verzlununum á viðunandi verði og hægt væri að ná til þeirra.
Hefir áður verið á það bent, hversu langar leiðir og erfiðar
mikill fjöldi landsmanna átti í kaupstaðina, og þegar hestar
féllu unnvörpum eins og á þeim árum, sem liér um ræðir,
voru kaupstaðarferðirnar torsóttari en nokkru sinni áður.
Sums staðar jók stjórnin stórum á erfiðleikana með því
að banna allan verzlunarrekstur utan löggiltra staða og neita
að löggilda nýja verzlunarstaði. Átakanlegust voru hin si-
endurteknu bönn við verzlun á Raufarhöfn og Þórshöfn þrátt
fyrir margítrekaða beiðni amtmanns, hlutaðeigandi sýslu-
manns og ibúa norðurhluta Þingeyjarsýslu um, að verzlun
yrði að minnsta lcosti leyfð á öðrum hvorum staðnum. Hlaut
stjórninni þó að vera fullkunnugt um, að verzlun Húsavikur-
kaupmanns var alls ófullnægjandi fyrir Þingeyinga og að
hinn slælegi rekstur verzlunarinnar átti verulega sök á sí-
felldum skorti og jafnvel hungursneyð í sýslunni. Hafði hann
lengstum aðeins eitt skip i förum til Húsavíkur, sem kom
oftast ekki þangað, fyrr en langt var liðið á sumar, og stund-
um með lítinn farm. Af þessum ástæðum var löngum mat-
arlaust á Húsavík mikinn hluta vetrar og langt fram á sum-
ar. Einna verst var þetta haustið 1802, er allar matvörur
voru gengnar til þurrðar um veturnætur, og um miðjan vet-