Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 165
Skírnir
Um rannsóknir mínar í málfræði
163
og Oxford 1952, 235 bls. Segir hann, er hann las greinar mín-
ar í ,.Nature“, að hann hafi tekið eftir ýmsum orðum í tyrk-
nesku, sem er af altaiska málaflokknum, að þau væri bæði
um mynd og merking mjög lík indógermönsku. Segir hann
mig hafa varpað nýju ljósi á uppruna tungumála: „I was
astonished to see much conformity between the languages
he has scrutinized from gestural point of view and my mother-
tongue, which is quite different from Indo-European or Semi-
tic or Archaic Chinese."
I þessari bók hefi ég safnað ótal dæmum úr „óskyldum“
málum, þ. e. a. s. indógermönsku, hebresku, kínversku, poly-
nesisku, tyrknesku og grænlenzku, sem sannfærðu tyrkneska
málfræðinginn um, að ég væri „on the right track“. Um
leið segir hann, að ég hafi leyst spurninguna um uppruna
tungumála í höfuSdráttum. 1 þessari bók eru kaflar uin mis-
munandi efni, svo sem gómhljóð+sérhljóð+varahljóð í sex
óskyldum málum og um tvöfaldan uppruna 1 og r-hljóðsins
í sex málum.
1954 kom út nýtt rit eftir mig: Some remarks on the ori-
gin of the n-sound. Fylgirit Árbókar Háskóla íslands 1953
-—1954, Rvík og Oxford, 74 bls. Niðurstaða þessarar rann-
sóknar varð sú, er hér frá greinir:
1) Mjög mikið samræmi er í 6 flokkunum til að tákna
varanlega hreyfing: anga, anda, hebr. ’n-h’, tyrkn. an „hug-
ur“, polynes. an-ene „blása hægt“, grænl. an-erneq „andi“,
frumkínversku an „friður“.
2) Samræmi er milli orða, er tákna „hávaða, muldra“:
Indóevrópsku enq-onq „muldra“, hebr. nh-m „muldra“, tyrk-
nesku an-írmak „rymja eins og asni“, kínversku n-g-ák „gera
hávaða um leið og bumba er slegin“, polynes. n-g-ara „urra,
nöldra“, grænl. nig-ságpoq „ropa“.
3) Loks er 3. möguleiki að tákna „að þrútna, bólgna, bog-
inn“: idg. kenk „krókur“, hebr. hn-k „gómur“ (hinn bogni),
tyrkn. kanca „krókur", polynes. hingu „að hallast“, kínv.
káng „hringmyndaður“ og grænl. qan-eg „munnur". I þess-
um síðustu orðum var n-ið svonefnt n2 (aftur í gómnum),
enda sést það alls staðar með eftirfarandi gómhljóði (kenk-),