Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 21
Skírnir
Harðindi á íslandi 1800—1803
19
um landsins, ef vetrarharkan og aflalejsið haldi lengur áfram.
Stiftamtmaður kveðst telja sér skylt að skýra kammerinu frá
þessu með póstskipinu, sem nú sé á förum til Kaupmanna-
hafnar og hiðja þess auðmjúklega, að stjórnin sjái til þess,
að kaupmenn sendi skip sín af stað til landsins eins snemma
vors og framast reynist fært með nægar matvörur og aðrar
nauðsynjar. Þá væri von til þess, að þeim landsmönnum,
sem séu nú í lífshættu, yrði bjargað.
1 bréfi viku siðar segir stiftamtmaður, að hver dagurinn
sé öðrum harðari og útlit á, að menn missi flest af húfé sínu.
Landið sé hulið 6 álna þykkum ísi og snjó á jafnsléttu, enn
snjóþyngra sé inn til dala og reynzt hafi vera 1 x/i álnar
þykkur klaki í jörðu. Firði og flóa hafi einnig lagt, meira
að segja allan Faxaflóa um skamman tíma. Engan fisk kveð-
ur hann fást á öngla eða í net, til dæmis hafi 14 net verið
lögð frá Keflavík og Njarðvíkum fyrir 3 dögum síðan, án
þess að nokkur fiskur fengist í þau. Skortur og hungur hrjái
ekki aðeins almúgann, heldur og ýmsa presta. Alvanalegt sé
raunar á íslandi, að fátækir bændur upp til sveita deyi úr
hungri í hörðum árum eftir að hafa misst bústofn sinn og
sömuleiðis fjöldi þurrabúðarmanna við sjóinn, þegar afli
bregðist, en það sé þó enn þá sorglegra, ef prestarnir verði
að sæta sömu örlögum.
Þann 17. júní þetta vor segir stiftamtmaður í bréfi til
rentukammersins, að svona harður vetur muni líklega ekki
hafa komið á fslandi í 200 ár og ef til vill aldrei. Flestar
sauðkindur í landinu séu dauðar og mikið af kúm og liross-
um. Afli liafi verið mjög lítill á vetrarvertíð en voraflinn
aftur betri. Prestarnir hafi misst hinar litlu tekjur sínar,
þar eð margir bændur geti ekki greitt gjöld sín til þeirra
né önnur opinber gjöld. Sprettu kveður hann vera næstum
því alls enga enn þá, enda mikið af túnum og engjum undir
ísi og snjó.
Gott dæmi um hinn almenna skort á nauðsynjum í land-
inu er annað bréf stiftamtmanns til rentukammers þennan
sama dag. Þar biður hann kammerið að greiða Sunckenberg
kaupmanni 400 ríkisdali af launum sinum, en fyrir þá hafi