Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 63
Skírnir
Bandarísk skólamál
61
Harvard-háskóla nýjustu fræðirit, og gerði ég það. 1 Widener
Library eru vitanlega allar helztu orðahækur um íslenzkt
mál, en auk þess sá ég þar margar gamlar orðabækur, sum-
ar hverjar mjög sjaldgæfar, t. d. á safnið tvö eintök af orða-
bók Guðmundar Andréssonar, sem út var gefin 1683 og mjög
fá eintök eru til af í veröldinni, — annað eintakið var þó
dálítið gallað. Af öðrum orðabókum mætti nefna orðabók
Björns Halldórssonar, Oddsens orðabók og útgáfu Sveinbjarn-
ar Egilssonar af Lexicon poeticum frá 1860. En ungfrú Val-
fells sagði mér, að safn þeirra af íslenzkum málfræðiritum
væri ekki eins gott. Þessi bókakostur gefur vitanlega gott
tækifæri til rannsókna í íslenzkum fræðum, ekki aðeins fyrir
Harvard-menn, heldur aðra háskólamenn í Bandaríkjunum,
því að samband er milli háskólabókasafnanna, þannig að
menn úr öðrum háskólum geta fengið að láni bækur frá
hinum, og varð ég þess var, að menn nota sér það óspart.
En lítið, hygg ég, að þetta safn islenzkra bóka sé notað í Har-
vard. Að minnsta kosti hefi ég sjaldan orðið óhreinni á hönd-
um en eftir að hafa skoðað þetta safn og þurfti að þvo mér
upp úr þremur vötnum, áður en ég varð aftur umgengnis-
hæfur. Nú hefir Einar Haugen verið ráðinn prófessor við
Harvard-háskóla, og vafalaust hleypir það lífi í nám í nor-
rænum fræðum við þennan mikilsvirta háskóla.
Frá Cambridge lá leiðin til Iþöku. Þar eru betri skilyrði
til þess að stunda nám í íslenzkum fræðum en hvarvetna
annars staðar í Bandaríkjunum. Þessar aðstæður skapar hið
stórkostlega íslenzka bókasafn, Fiske-safnið, sem er deild
í bókasafni Cornell-háskóla. 1 stofnskrá Fiske-safnsins er svo
ákveðið, að bókahirðir íslenzku deildarinnar — eða curator,
eins og þetta starfsheiti er þar nefnt — skuli vera Islend-
ingur, fæddur á íslandi og menntaður þar að verulegu leyti.
Aftur á móti eru ekki ákvæði um það, að bókahirðirinn skuli
jafnframt vera prófessor við Cornell-háskóla. Hins vegar get-
ur þetta tvennt farið saman, ef háskólayfirvöldum þóknast.
Halldór Hermannsson var á sínum tíma mikilsvirtur pró-
fessor við Cornell, og heyrði ég ýmsa, sem hann mundu,
minnast hans með mikilli virðingu. Eftirmenn Halldórs, þeir