Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 26
24
Sigfús Haukur Andrésson
Skirnir
um manna gódar og ljúffengar máltídir á land, ... heldur
þess vegna einkum, ad hrognkélsa-ræksni edur inníbli, eru
nú af mörgum þúsundum manna hér ár eptir ár reynd ad
vera sú ljúf-fengasta véla-beita fyrir þorsk, ...“
Síðar er rætt um síldveiðar á Eyjafirði á þessum árum
(1801—1802), sem kaupmenn á Akureyri hafa greinilega
staðið fyrir, en þar segir: „Sá ákafi Síldar-abli í Eyjafirdi
(af hvörri Kaupmenn seldu tunnuna fyri 32 sk.) vard heilu
Eyjafjardar-sýslu og vesturparti Þíngeyjar-sýslu stærsta hjálp,
lítid af þessari Síld fluttist einnig í Skagafjörd, svo menn
höfdu fyri satt, að 3 hvalir vænir hefdu ecki ordid fólki meiri
til bjargar, þótt rekid hefdu á Eyjafirdi, og mundi þó hafa
fiskast hálfu meira, ef menn haft hefdu og kunnad ad brúka
þénanleg veidarfæri til þessa Sildarfiskis, sem svo mjög tídk-
ast í Nordursjónum, og laungum hefir innunnid Hollandi,
Englandi og Svíaríki margar tunnur gulls.“ 17
Auk þess sjávargagns, sem nú hefur verið nefnt og varð
mörgum til bjargar, ber enn fremur að nefna hvalreka, en
þeir urðu allmargir og sumstaðar miklir við norðanvert land-
ið þessi ár og mikil björg hlutaðeigandi byggðum.
Eftir að kasti því, er hófst um mánaðamótin september-
október, linnti, var sæmilegt tiðarfar um skeið veturinn 1802
—1803. Þetta bætti þó lítið úr því hallæri, sem tveggja ára
harðindi höfðu þegar skapað, þar eð búpeningur var víða svo
illa farinn, að hann þreifst lítt af útigangi, þótt full þörf
væri á að spara hinn óvenjulega litla og lélega heyjaforða.
Mikill aflabrestur var líka suðvestanlands á haust- og vetrar-
vertíð og rættist ekki úr fyrr en um sumarmál. Víðast hvar
annars staðar var afli ekki nema í meðallagi eða þar fyrir
neðan, svo að hagur manna við sjóinn fór ekki heldur batn-
andi á þessum misserum.
Veruleg vetrarveður byrjuðu að nýju á þorra og stóðu
fram eftir öllu vori 1803, enda þótt enginn hafís væri þá
við landið. Af þessu hlauzt enn þá nokkur fjárfellir í Stranda-
sýslu, Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu, og í hinum tveim
síðastnefndu sýslum varð einnig einhver óþekkt veiki fjölda
hrossa að fjörtjóni. Máttu bændur illa við því eftir þann