Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 177
Skírnir Breytingar á nafnavali og nafnatíSni á Islandi 175
ef nafnliðirnir hafa verið lagaðir svo til, að þeir falla saman
við norræna stofna. Svo er því varið um nafnið Vilhjálmur,
sem mun hafa komið hingað sem tökunafn úr ensku á 12. öld.
Vaítýr er eitt af heitum Óðins, en það mun ekki hafa verið
notað sem mannsnafn í fornöld. En E. H. Lind tilfærir i
mannanafnariti sínu [7] tvö dæmi um Valtýs nafn á Islandi,
annað frá 14. öld, en hitt frá 15. öld, og hyggur þau stafa
frá þýzka nafninu Valter. En ég hef óhikað talið Valtýs-
nafriið norrænt, þótt það kunni að hafa verið fyrir þýzk
áhrif, að það var tekið hér upp sem mannsnafn. Á sömu for-
sendum hef ég meðal annars tekið hér með nöfnin Marteinn
og Valdimar, sem í málvitund manna munu vera alveg jafn-
norræn sem Beinteinn og Ingimar, þótt þau séu það ekki frá
sögulegu sjónarmiði, þar sem þau stafa frá tökunöfnum. Hins
vegar eru hér ekki talin með nöfn, sem tekin hafa verið upp
úr öðrum skyldum málum og eru norræn að uppruna, en
hefur verið breytt eftir málvenju þess lands, sem hefur verið
heimkynni þeirra, svo mjög frá eldri mynd sinni, sem hér
er enn tíðkanleg, að þau verða að skoðast hér sem afbökun,
en ekki íslenzk nöfn. En auðveldlega má færa þessi nöfn í
hérlendan búning, og virðist sjálfsagt að gera þau þannig
að fullgildum íslenzkum nöfnum. Svo er t. d. um Erik, Reid-
ar, Aase, Liv, sem yrðu þá Eirikur, Hreiðar, Ása, Hlif. Og
sama máli gegnir um fjölda annarra nafna af svipuðu tæi.
Ilermann er tökunafn úr þýzku, sem mun hafa verið tek-
ið hér upp á 15. öld. Báðir nafnliðirnir eru norrænir, og hef
ég því skipað því á bekk með norrænum nöfnum. Þó er þar
sá ljóður ó, að viðliðurinn er ekki i nefnifalli, en snemma
á öldum kemur það fyrir, að mann sé notað í staðinn fyrir
maður, enda hefur viðliður þessi náð mikilli hylli til teng-
inga við aðra norræna liði. Mér virðist því mega viðurkenna
þennan lið sem fullgildan norrænan lið. Það er aftur á móti
erfiðar um nokkra aðra viðliði, sem að vísu eru alveg nor-
rænir, en sá meinbugur er á, að nefnifallsendinguna vantar
(svo sem berg, ing, arð o. fl.). Ég hef samt látið þessa liði
fljóta með, en tekið þá út úr stafrófsröðinni og raðað þeim á
eftir, svo að draga má þá frá, ef henta þykir.