Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 72
70
Einar Bjarnason
Skírnir
væri barnabarn lians. Tengiliður milli þeii'ra þekkist hins
vegar enginn, enda er svo sárafárra manna frá þessum tím-
um getið í heimildum.
Ivar hólmur Vigfússon spretlur fram úr myrkviði aldanna
um miðja 14. öld sem umboðsmaður konungs austan frá Þjórsá
og um allt Vesturland. f Gottskálksannál stendur við árið 1352:
„Otkoma Gyrðs biskups austur fyrir Reyni Gekk liann þar
á land og var fluttur á báti, og var fvar hólmur með honum
og var lionum skipuð sýsla frá Þjórsá austan og um alla Vest-
fjörðu.“ í sama annál segir við árið 1354: „tJtkoma ívars
hólms með kóngsvald um allt ísland og hafði keypt skattinn
og öll kóngsmál um 3 ár.“ Lögmannsannáll segir við sama ár:
„Otkváma ívars hólms með þeim kóngsbréfum, að hann hafði
leigt allt ísland með sköttum og skyldum um 3 ár, og var
skipaður hirðstjóri.“ Flateyjarannáll segir enn við sama ár:
„Otkvóma fvars hólms Vigfússonar og hafði leigt landið allt
um 3 ár og var skipaður hirðstjóri.“ 1) Hér er þessi ívar hólm-
ur feðraður, og er enginn vafi á því, að um hann er að ræða,
þar sem fvars hólms er getið á tímabilinu frá 1352 til 1371.
Lögmannsannáll telur sem Gottskálksannáll, að Gyrður
biskup hafi komið út árið 1352, og með honum á skipi var
ívar hólmur, svo sem fyrr er getið. Flateyjarannáll telur
Gyrð hafa komið út árið 1351, og Skálholtsannáll segir það
hafa gerzt 1350. Hvert sem hið rétta ártal er, virðast, þeir
hafa verið samskipa út Gyrður biskup og ívar hólmur Vig-
fússon.2)
Máldagi Bessastaðakirkju, sem Gyrður biskup er talinn hafa
sett 1352, segir m.a. svo: „Þessi fé brostu kirkjunni að Bessa-
stöðum af Brynhildi Lloltakonu, 10 ær og ein kýr. Sagði hún,
að ívar hólmur hefði ei lokið henni.“3)
Brynhildur Holtakona er væntanlega ekkja Holta hirðstjóra
Þorgrímssonar, sem dó 1348.*) Holti hefur væntanlega búið
á Bessastöðum og e. t. v. ívar hólmur eftir hann. fvar hólmur,
Isl. Ann., 355, 356, 276 og 405.
2) S. st., 405 og 214.
=) D.I. III, 69—70.
4) Isl. Ann., 275.