Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 18
16
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
matvörur var nú óvenjulega mikil, en kaupgeta alls þorra
manna með langminnsta móti og kaupmenn yfirleitt heldur
ófúsir að veita nokkur teljandi reikningslán.
t bréfi til rentukammers 8. marz 1802 segir Stefán amt-
maður Þórarinsson, að eftir þeim ófullkomnu upplýsingum
að dæma, sem hann hafi þá þegar fengið um matvörubirgð-
irnar á verzlunarstöðunum, megi ætla, að þær endist, þar
til von sé á nýjum flutningum á komandi sumri, nema á
Skagaströnd. Veigamesta ástæðan fyrir því sé þó sú, að all-
margir mjög fátækir bændur hafi ekki efni á að kaupa mikið
af hinum dýru kornvörum. Af þeim sökum hafi ýmsar bænda-
fjölskyldur að sögn ekki annað til að draga fram lifið á en
mjólkina úr hinum fáu kúm sínum, sem geti reynzt skamm-
góður vermir sökum skorts á heyjum.8
Eins og fyrr segir, var sumarið 1801 óhagstætt landbúnað-
inum i flestu og spretta ekki nema í meðallagi. Nýttust hey
illa syðra og á Snæfellsnesi sökum votviðra, en skárri nýt-
ing varð í öðrum landshlutum, einkum austan til á Norður-
landi og á Austfjörðum. Veturinn, sem í hönd fór, varð jafn-
vel enn harðari en veturinn 1800—1801, einkanlega er á leið.
Hafís byrjaði að leggjast að ströndum Þingeyjarsýslu um
jólaleytið og umlukti svo smám saman alla norðurströnd
landsins, meginhluta Vestfjarða og norðanverða Austfirði.
Lá ísinn síðan óslitið á þessu svæði fram eftir öllu sumri
1802 og fór þaðan ekki fyrr en um miðjan ágúst. Af þessum
sökum voru víðast hvar jarðbönn lengi vetrar og fram eftir
öllu vori, jafnvel langt fram á sumar sums staðar á norðan-
verðu landinu, svo að bændur urðu að hafa fé sitt á fóðrum
lengur en nokkru sinni áður, eða meðan hey entust. Að vísu
var nú um miklu færra fé að ræða en veturinn áður vegna
hins stórkostlega fellis þá og meiri varfæmi margra í ásetn-
ingi en venjulega, en þó varð ekki komizt hjá verulegum
felli og niðurskurði.
Frá þessum vetri segir meðal annars svo í „Minnisverð-
um Tíðindum“: „Um haustid var í Bardastrandar-sýslu eins
og vídast annarsstadar, allbærileg vedrátta, þó nockud vinda-
söm og óstödug, en um Nýárs-leitid 1802 umbreyttist hún