Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 131
Skírnir
Níutiu ára afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi
129
Það var slík hreystilund, sem bar þjóð vora fram til sigurs
í sjálfstæðisbaráttu hennar, og einnig er skráð ljósu letri í
lífi, stríði og sigurvinningum íslenzkra landnema vestan hafs.
Eðlilega þynnist óðum fylking landnemanna og annarra
heimaalinna fslendinga þar í álfu. Eigi að síður skipta þeir
enn nokkrum þúsundum, einkum í hópi eldra og miðaldra
fólksins, sem talar og les eða skilur íslenzka tungu, og einnig
sumra þeirra, sem yngri eru. Gunnar Sæmundsson í Árborg í
Nýja-fslandi, greindarmaður hinn mesti og ramm-íslenzkur,
nú á fimmtugsaldri, sagði mér nýlega, að þar í byggð, í
hinu fornfræga Nýja-íslandi, á vestur-íslenzka vísu talað,
myndi óhætt mega segja, að flestir, sem komnir eru yfir tví-
tugsaldur, kunni íslenzku, en um hina gegni öðru máli. Og
vitanlega fer þeim stöðugt fjölgandi af yngri kynslóðinni,
sem ekki kunna mál feðra sinna og mæðra, og færist félags-
starfsemin því að sama skapi af íslenzkunni og yfir á ensk-
una. Annars er afstaða mín til þessa máls mjög einföld og
hefir alltaf verið, sem sé sú: Vér íslendingar vestan hafs eig-
um að nota íslenzku á samkomum og í öðru félagslegu starfi,
hvar og hvenær og eins lengi og það nær tilgangi sínum.
En þar sem vér náum eigi til fólks vors á íslenzku, notum
við að sjálfsögðu enskuna, enda er það eðlileg og óhjákvæmi-
leg þróun. Hitt hefi ég alltaf álitið og margsagt, að sá straum-
ur, sem í þá áttina fellur, er nógu sterkur og hraðstreymur,
þótt ekki sé ýtt á eftir honum, beint og óbeint. Hvað sem því
líður, þá fullyrði ég það, að með öllu sé enn óþarft, óheil-
brigt og óviturlegt að hefja upp útfararsálm íslenzkrar tungu
eða íslenzkrar félagslegrar starfsemi í Vesturheimi. Þau eiga
sér þar ennþá líf fyrir höndum, sé rétt að þeim málum unn-
ið, með samstilltum kröftum og fórnfúsum vilja, í anda orða
Guðmundar Inga Kristjánssonar:
Þú átt að vernda og verja,
þótt virðist það ekki fært,
allt, sem er hug þínum heilagt
og hjarta þínu kært.
Þegar um þessi mál ræðir og framtíð þeirra vestan hafsins,
9