Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 169
Skirnir
Uin rannsóknir mínar i málfræði
167
Og loks er svo hreyfingin gómhljóð+sérhljóð+r (r-ið er
hér afturmælt):
Súmer. IE. Hebr. Tyrkn. Polynes. Grœnl.
gar 4. gher- kr-k gir-inti kar-a qar-ajak
„umlykja“ „umlykja" „umlykja“ „holur“ „boginn", „fjörður,
ísl. karl umkringd
(boginn ur af
af clli) fjöllum"
Þessi dæmi skipta venjulega tugum í hverju máli fyrir sig,
og er alls staðar mjög svipuð merking. Hér vantar í kínv.
dæmi, en það er af þvi, að r-hljóðið hefir verið linmælt eða
myndað aftan í gómnum.
Dæmin um gómhljóð+sérhljóð+n eru 31
— — — _ +r _ 26
— — —- -—+1 — 18 (þeim er sleppt
hér).
Nú er eftir að minnast þeirra hljóða, sem mynduð eru
með tannhlj.+sérhlj.+g. Þessi hljóð, sem myndazt hafa með
því að byrja á tannhljóði og enda á g (g, gh, k, kh), eru raun-
ar frumlegri en þau, sem byrjuðu á g og enduðu á tannhljóði.
Þau virðast vera mynduð við innöndun og bendir m. a. notk-
unin hjá Hottentottum og Búskmönnum í þessa átt. En auk
þess er innöndun notuð í öðrum málum í samhandi við viss
hljóð (t. d. súpa o. fl.). En þar eð auðveldara er að nota út-
öndun við hljóðmyndanir, virðist eðlilegt að álykta, að út-
öndun hafi tekið við af innöndun mjög snemma. Þótt leifar
þessa framburðar finnist enn í sambandi við nokkur orð,
bendir notkunin hjá Hottentottum og Búskmönnum í þessa
átt.
Um öll þessi orð, þar sem getið er um cina frumrót, er í
mörgum tilfellum að ræða um fjölda orða af þessari sömu
rót, t. d. í indógermönskum málum, sem sum eru gömul,
en önnur tiltölulega ný, og er þá orsökin stundum sú, að
viðkomandi orð kemur ekki fyrir í orðabókum eða rituðum
heimildum. Hin idg. frumrót, sem sést t. d. í germönskum
málum, sýnir afskaplega mikla margbreytni. Af sumum rót-