Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 64
62
Halldór Halldórsson
Skírnir
Kristján Karlsson bókmenntafræðingur, Jóhann Hannesson
skólameistari og Vilhjálmur Bjarnar, núverandi bókahirðir
Fiske-safnsins, hafa hins vegar ekki haft prófessorsstöðu, þótt
þeir hafi allir kennt við háskólann. Ég tel, að Islendingar
ættu að róa að því öllum árum, að bókhirðisstaðan yrði jafn-
framt prófessorsstaða í íslenzkum eða norrænum fræðum.
Vilhjálmur Bjarnar, sem nú er bókahirðir við Fiske-safnið,
er prýðilega menntaður til síns starfs, hefir bæði stundað
málvísindi og bókasafnsfræði, og ég varð þess var, að hann
naut mikils álits þeirra prófessora, sem ég ræddi við. Gaman
var að koma í safnið til Vilhjálms. Þar var allt í röð og reglu,
hreint og fágað og góð skilyrði til vinnu. Get ég um þetta
borið af eigin raun, því að ég notaði þar tvo daga til þess
að vinna að fyrirlestri, sem ég hafði lofað að halda síðar í
ferðinni. Ég efa, að betri bókakostur sé til að stunda íslenzk
fræði annars staðar í veröldinni, ef frá eru taldar Beykja-
vík og Kaupmannahöfn. Á hverju sumri eru þarna prófess-
orar og aðrir fræðimenn amerískir, sem fást við íslenzk fræði,
til þess að notfæra sér þetta frábæra safn íslenzkra bóka.
Vilhjálmur hefir námskeið í forníslenzku við Cornell-háskóla.
Gafst mér tækifæri til að koma í tíma til hans og halda þar
erindi um þætti úr sögu íslenzkrar tungu. Auk þess varð ég
þess var, að Vilhjálmur kenndi nútíma-íslenzku í einkatímum.
1 skýrslu um kennslu í norrænum fræðum við bandaríska
háskóla frá 1960 er þess getið, að íslenzka sé kennd í Uni-
versity of Michigan í Ann Arbor. En ekki var þar námskeið
í íslenzku haustið 1963, þegar ég var þar. En ég býst við, að
þetta standi til bóta. I haust var ráðinn þangað prófessor í
forngermönskum málum, William Bennet að nafni. Ég átti
tal við hann, og kvaðst hann mundu hafa námskeið í forn-
islenzku við og við. Prófessor Bennet hafði kennt sem gestur
í Ann Arbor skólaárið 1958—1959, og var þar þá einn mag-
ister í íslenzkum fræðum frá Háskóla Islands við framhalds-
nám. Sótti hann námskeið í fornháþýzku hjá prófessor Ben-
net, og sagði prófessorinn mér, að þessi nemandi okkar úr
Heimspekideildinni hefði verið svo duglegur og borið svo af
öðrum nemendum, að hann hefði í rauninni sprengt nám-