Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 249
RITFREGNIR
Sigfús Blöndal: íslenzk—dönsk orðabók. Viðbælir. Ritstjórar: Hall-
dór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Samverkamenn: Árni Böðvarsson
og Erik Sonderholm. Reykjavik 1963.
Nú eru liðin 40 ár, síðan orðabók Sigfúsar Blöndals (Bl.) kom fyrst út,
en á þessum fjórum áratugum hafa breytingar orðið stórfelldastar í sögu
mannkynsins og íslenzkir þjóðhættir tekið stakkaskiptum. Samfara þessari
byltingu hefir óhjákvæmilega hlaupið vöxtur í íslenzkan orðaforða. Með
hverju árinu, sem leið, fjölgaði drjúgum þeim orðum, sem ekki var að
finna í BL, og þörfin fyrir nýja íslenzka orðabók varð æ brýnni. Nýyrða-
heftin, sem Menntamálaráðuneyti gaf út á árunum 1953—56, ásamt
Tækniorðasafni Sigurðar Guðmundssonar 1959, hafa gert mikið gagn, svo
langt sem þau ná, en eigi að síður var að skapast hér vandræðaástand
vegna skorts á orðabókum, einkanlega um nýmálið.
Síðla árs 1963 gerðust svo þau tíðindi, að út komu með stuttu milli-
bili tvær bækur, sem draga mjög úr sárasta skortinum á islenzkum orða-
bókum, þótt margt sé óneitanlega ógert enn á þeim vettvangi. Hin fyrri
var Islenzk orðabók handa skólum og almenningi, gefin út af Menning-
arsjóði. Hún nær yfir íslenzkt mál að fornu sem nýju og er fyrsta íslenzk-
islenzka orðabókin, sem út hefir komið, ef frá eru talin þau tvö hefti af
OrSabók íslenzkrar tungu eftir Jón Ólafsson, sem prentuð voru á árunum
1912—15. Síðari orðabókin, sem kom út í árslok 1963, er hins vegar is-
lenzk-dönsk, viðbótarbindi við Bl. Verður sagt frá henni hér á eftir.
Bl. var gefin út ljósprentuð 1951—52 og seldist mjög vel. Haustið 1954
ákvað því stjórn Islenzks-dansks orðabókarsjóðs að efna til viðbótarbindis
við Bl. Frumkvöðull hvors tveggja var prófessor Alexander Jóhannesson.
En ritstjórn viðbætisins nýja höfðu þeir á hendi prófessor Halldór Hall-
dórsson og forstöðumaður Orðabókar Háskólans, Jakob Benediktsson. Sam-
verkamenn þeirra voru cand. mag. Árni Böðvarsson og cand. mag. Erik
Sonderholm, sem var hér sendikennari í dönsku um árabil. Hér hafa því
engir viðvaningar verið að verki, enda er nýi viðbætirinn merkisrit.
Engin íslenzk-dönsk orðabók hefir notið jafnmikillar virðingar og orða-
bók Sigfúsar Blöndals, og er það maklegt, því að hún er þeirra stærst,
sem út hafa komið. Sumir trúðu því m. a. s., að þar væru saman komin
öll islenzk orð. Oftrú er það að vísu, en í Bl. munu þó vera langflest orð,