Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 38
36
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
hækkunum vegna styrjaldarinnar. Það vildi og brenna við,
að ýmsir kaupmenn notuðu sér skortinn til að hækka verð-
ið á vörum sínum meira en góðu hófi gegndi. En það var
raunar hliðstætt því, sem löngum viðgekkst, einkum á höfn-
um þar sem einhver samkeppni var á sumrin af hálfu lausa-
kaupmanna, að kornmatur og aðrar vörur, sem mest var sótzt
eftir, væru seldar allmiklu hærra verði á veturna heldur en
á sumrin. Reyndar voru það fleiri en kaupmenn, sem not-
uðu þannig aðstöðu sína til að hagnast á neyð annarra, því
að allt verð í viðskiptum manna í milli í landinu sjálfu
hækkaði einnig verulega á harðindaárunum.
Ólafur Stefánsson stiftamtmaður gerði fastlega ráð fyrir
því, að korn það, sem þeir Súnckenberg og Ludvigsen sendu
til landsins haustið 1802 með verulegum styrk úr Kollektu-
sjóði, yrði selt landsmönnum við vægu verði, enda þótt rentu-
kammerið virðist ekki hafa gefið þeim kaupmönnum nein
fyrirmæli um það. Skip Sunckenbergs mun hafa komið til
Reykjavíkur skömmu fyrir 20. nóvember, því að þann dag
skrifaði stiftamtmaður verzlunarstjóra hans þar, Kristófer Fa-
ber, og óskar sem allra fyrst vitneskju um þau fyrirmæli, sem
Súnckenberg hafði gefið honum um sölu þessa korns, svo að
hægt yrði tafarlaust að úthluta matvælum til þeirra, sem
höfðu ekkert sér til viðurværis. Vænti stiftamtmaður þess, að
útsöluverðið færi ekki fram úr 6 ríkisdölum á tunnuna, til
þess að þeir 600 ríkisdalir, sem hann hafði þá þegar fengið
til umráða til komkaupa handa þeim fátækustu, nægðu fyrir
100 tunnum. Vísaði hann bæði til þess, að Súnckenberg hefði
fengið 1000 ríkisdala verðlaun fyrir að senda þessar vömr
til landsins og auk þess væri sér kunnugt um góðsemi kaup-
manns við bágstadda.
Faber svaraði því til, að hann gæti alls ekki selt tunnu
mjöls á minna en 10 ríkisdali, en tunna af rúgi kostaði 11
dali. Þótti stiftamtmanni þá að vonum verða lítið úr fjár-
framlagi stjómarinnar, þar sem 60 tunnur af mjöli nægðu
engan veginn handa því fólki á kaupsvæði Reykjavíkur, sem
í mestri þörf væri og hefði ekki efni á að kaupa neinar mat-
vömr. Kvað hann þetta verð vera svo óheyrilegt, að þeir,