Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 119
Skírnir Niutíu ára afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi 117
megin hafsins. Má t. d. á það minna, að hið snjalla og al-
kunna Islandsljóð Stephans G. Stephanssonar, Þó þú lang-
förull legdir sérhvert land undir fót, var upprunalega flutt
sem fslendingadagsræða í bundnu máli. Eiga hér við orð dr.
Guðmundar Finnhogasonar úr hinni ágætu inngangsritgerð
hans að ljóðunum og leikritunum í ritsafninu Vestan um haf:
„Vil ég þá fyrst benda á, hve fagran vott mörg kvæði vest-
rænu skáldanna bera um djúpa og órjúfandi ást til íslands.
Er varla of mælt, að sum þeirra má telja til hins fegursta,
innilegasta og sannasta, sem kveðið hefir verið til íslands.“
Réttilega hætir hann einnig við: „En ástin til ættlandsins
forna blindar ekki augu skáldanna fyrir kostum og fegurð
fósturlandsins nýja, eða hamlar því, að þau festi ást á þvi.
Það sýna kvæðin um Kanada, sem bera það með sér, að þau
eru mælt af heilum hug, og um sveitimar vestrænu, sem
helgaðar eru af gleði og þrautum landnámsmannanna."
Á íslendingadögum og öðrum þjóðminningarhátíðum vor-
um vestan hafs minnumst vér íslendingar ávallt jöfnum
höndum ættjarðarinnar og fósturlandsins, og svo á það að
vera.
Kem ég þá að sérstöku merkisatriði í sambandi við hina
fyrstu þjóðhátíð fslendinga vestan hafs í Milwaukee. Á þeirri
sögulegu hátíð stofnuðu þeir með sér félagsskap, er þeir nefndu
Islendinga-félag i Ameríku, og vom lög þess í ellefu grein-
um samþykkt á fundi íslendinga í Milwaukee á sjálfan þjóð-
hátíðardaginn. Var séra Jón Bjarnason kosinn forseti félags-
ins, en Jón Ólafsson ritari, og er fmmrit félagslaganna, góðu
heilli, enn við lýði, með eiginhendi Jóns Ólafssonar. En sam-
kvæmt 2. málsgr. laganna var þetta höfuðmarkmið félagsins:
Sá er tilgangur félagsins, að varðveita og efla íslenzkt
þjóðerni meðal íslendinga í heimsálfu þessari og hinn
frjálsa framfarar og menningaranda, er á öllum öldum
íslandssögu hefir verið þjóð vorri til svo mikils sóma, en
sporna við öllu því í andlegum og veraldlegum efnum,
er leiðir til ins gagnstæða.
Sér í lagi er það tilgangur félagsins að vera sambands-
liður milli íslendinga á ýmsum stöðum í álfu þessari og