Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 79
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
77
ur nefna menn til, sem Björn gerði. Hann nefndi til Vigfús
hirðstjóra, Þorstein lögmann o. fl.1)
Frumrit er til af bréfi gerðu á Bessastöðum á Álftanesi 27.
apríl 1397 um það, að Vigfús Ivarsson vottaði, að Guðríður
Ingimundardóttir, kona hans, ætti í garð hans þrjú hundruð
hundraða á íslandi eða í Noregi, eftir forngildu markatali,
og auk þess fjórðungsgjöf úr öllu fé sínu, föstu og lausu. Vig-
fús bóndi reiknaði fé sitt þá 8 hundruð hundraða, og því var
Guðríðar hlutur talinn í garðinum alls 5 hundruð hundraða.2)
Af þessu bréfi verður ekkert um það ráðið hve lengi þau
hafa þá verið gift, er bréfið er skrifað, Vigfús og Guðríður,
en einhvern tíma hefur hjónaband þeirra þá verið búið að
standa. Því er það markleysa, sem segir um aldur Guðríðar
í Gottskálksannál við árið 1405, en þar segir:
„Kom Vigfús út með hirðstjórn og Guðríður hústrú hans
15 vetra.“ 1 viðauka við Lögmannsannál við árið 1402, með
hendi frá síðari hluta 16. aldar, segir einnig: „ . . . Kom Vig-
fús út með hirðstjórn og Guðríður Ingimundardóttir, kvinna
hans, norsk, 15 vetra gömul.“ Þessi viðbót er e. t. v. tekin eftir
Gottskálksannál og er jafnröng sem þar, að því er varðar ald-
ur Guðríðar á því ári.3)
8. marz 1402, í Roskilde í Danmörku, skrifar bróðir Aug-
ustinus de Undinis, páfalegáti, Vigfúsi hirðstjóra Ivarssyni,
sem hann ávarpar Wichfrido Ywari prefecto, og leyfir hon-
um og tilteknum fjölda annarra manna að fá aflausn synda
gegn gjaldi.4)
í III. b. fornbréfasafnsins, bls. 689—696, er prentuð alþing-
issamþykkt, sem kennd hefur verið við Vigfús hirðstjóra ívars-
son og haldið er, að sé frá árinu 1404. Án efa er hún kennd
við þann Vigfús ívarsson, sem hirðstjóri var um 1400, en
engan eldri Vigfús hirðstjóra ívarsson, svo sem þó er á minnzt
í formála samþykktarinnar í fornbréfasafninu, enda vita menn
ekki til, að neinn eldri Vigfús hirðstjóri Ivarsson hafi verið til.
J) Isl. Ann., 424—425.
2) D.I. III, 616—617.
3) Isl. Ann., 369 og 287.
*) D.I. III, 672—673.