Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 188
186
Þorsteinn Þorsteinsson
Skirnir
nafti og númer er ekki hentugt til aðgreiningar á fólki, ekki
sízt þcgar svo er komið, að fjöldi fólks býr í sama húsinu,
jafnvel hundruð manna í sumum háu húsunum í Reykjavík.
Það er því engin vanþörf á frekari nafnagreiningu, og þar
koma ættarnöfnin í góðar þarfir. Þó að þau útiloki ekki sam-
nefni, þá fækka þau þeim að mjög miklum mun, því að
ættarnöfnin eru annars eðlis heldur en eiginnöfnin. Menn
geta ekki, eða ættu ekki að geta tekið upp hvaða ættarnafn
sem er í notkun, eins og menn geta tekið sér hvaða eigin-
nafn sem er. Ættarnafnið á að vera bundið við eina ætt og
engir aðrir hafa leyfi til að nota það.
iVokkrar athugasemdir frá persónulegu sjónarmiði.
Af niðurstöðum rannsóknar þessarar virðist mér auðsætt,
að ekki sé ástæða til þess að óttast, að hin óíslenzku nöfn,
sem taka svo mikið rúm í nafnaskýrslunum, einkum hinni
síðustu, muni bera íslenzku nöfnin ofurliði. Norrænu nöfnin
eru ennþá meginþátturinn í nafngjöfum landsmanna, um
% hlutar þeirra 1921—50. Aðeins 2—3% eru hálfnorræn,
en mestur hluti þeirra eru alíslenzk nöfn, þar sem þau, auk
norrænu liðanna, eru mvnduð af liðum tökuorða, sem fest
hafa hér rætur fyrir löngu.
1921—50 voru tæplega %0 nafngjafanna tökunöfn og önn-
ur nöfn af ónorrænum stofni, sem talin eru upp í 5. skrá, en
þar eru öll þau nöfn, sem komið hafa fyrir í nafnaskýrsl-
unum og talið er, að tekin hafi verið upp fyrir 1500 eða
meir en fjórum og hálfri öld síðan. Þar eru líka talin sams
konar nöfn, sem tekin hafa verið upp síðan 1500, en þó
sleppt þeim fátíðustu, er telja má, að ekki hafi náð neinni
verulegri fótfestu.
Vart er hugsanlegt, að til séu svo miklir málhreinsunar-
menn, að þeir viðurkenni ekki sem íslenzk önnur nöfn en
norræn. Ólíklegt er, að nokkur muni vilja ganga svo langt
að neita tökunöfnum, sem notuð hafa verið öldum saman
hér á landi, um þegnrétt í íslenzku máli, þar sem engum
dettur í hug að amast við ónorrænum tökuorðum, sem líkt