Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 179
Skírnir Breytingar á nafnavali og nafnatiðni á Islandi 177
nokkurri verulegri útbreiðslu. Eru það nöfnin Ólafia, Ólína,
Guðmundína og Gíslína.
Auk hinna norrænu og hálfnorrænu nafna, er hér mikið
um tökunöfn úr öðrum málum. Skyld þeim eru nöfn, sem
mynduð eru hérlendis af ónorrænum stofnum, sem fyrir
löngu eru orðnir tíðkanlegir í íslenzku, svo sem Pálmi, Rósa,
Lukka, I.ilja, Fjóla og Grétar. En vegna þess að þau eru ekki
af norrænum rótum, eru þau tekin með tökunöfnum, þótt
þau séu ekki innflutt annars staðar frá, heldur hér heimagerð.
Um tökunöfn fjallar 5. skráin (bls. 227). Þau hafa verið
tekin í notkun á öllum öldum, síðan land byggðist, en náð
mjög misjöfnum viðgangi, sum orðið geysiútbreidd, en önnur
átt iitlu gengi að fagna og sum dáið alveg út aftur. E. LL Lind
hefur í hinu mikla nafnariti sínu Norsk-islandska dopnamn
frári medeltiden [7] skrásett öll tökunöfn, sem hann hefur
fundið getið um í íslenzkum ritum fram til 1500 og af því
má ráða, hvenær hvert nafn hefur verið tekið fyrst í notkun.
öll þau tökunöfn, sem kunnugt er um, að tekin hafi verið
í notkun hér á landi fyrir 1500 og fundizt hafa í nafna-
skýrslum þeim, sem ég hef tekið hér til meðferðar, hef ég
talið fremst í 5. skrá og raðað þeim eftir aldri eða á hvaða
öld þau hafa verið upp tekin. Þar á eftir eru tilgreind töku-
nöfn og nöfn mynduð hérlendis af tökuorðum, sem tekin
hafa verið upp síðar, fyrst þau, sem fundizt hafa í mann-
talinu 1703 og því verið tekin upp áður en það fór fram,
því næst þau, sem fyrst koma fyrir í manntalinu 1855, og
loks þau, sem fyrst koma fyrir í manntalinu 1910. Þó hafa
þau nöfn, sem tekin voru upp eftir 1500, ekki verið tekin öll
hér með, því að það hefði orðið miklu meiri fjöldi en við-
ráðanlegt hefði verið á þessum stað. Hef ég því tekið það ráð
að sleppa þeim nöfnum, sem ekki náðu tilteknu lágmarki
nafngjafa í neinni af nafnaskýrslunum fjórum. Þetta lág-
mark hef ég sett misjafnlega hátt eftir aldri nafnanna, 10
nafngjafir fyrir þau nöfn, sem fyrst koma fyrir í manntalinu
1703, 20 fyrir þau, sem fyrst koma fyrir í manntalinu 1855
og 30 fyrir þau, sem fyrst koma fyrir í manntalinu 1910,
12