Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 74
72
Einar Bjarnason
Skírnir
Ivars hólms. Hafði hann umboð yfir páfatíund.“ Gottskálks-
annáll segir við árið 1369: „Utanferð Jóns biskups frá Hól-
um og Ivars hólms og Einars Eiríkssonar." Flateyjarannáll
segir hinsvegar við árið 1369: „Utkoma Ivars hólms. Hafði
hann umboð yfir páfatíundum.“
Annálunum ber ekki ætíð saman um ár um þetta leyti,
svo sem kunnugt er, og hefur ekki enn verið fyllilega greitt
úr því, hvað er hið rétta, þar sem þá greinir á.
Gottskálksannáll segir við árið 1371: „Obitus . . . Ivars
hólms Vigfússonar“ [þ. e. andlát Ivars hólms Vigfússonar].2)
I máldaga Krýsuvikurkirkju, sem virðist vera frá 1375,
segir, að Margrét nokkur, sem ekki er feðruð, hafi lukt „í
testamentum Ivars hólms fjórðungspart í Vatnsleysu og ein
sæmileg messuklæði“.3)
1 vígslumáldaga kirkjunnar í Engey frá 12. maí 1379 segir:
„Leggur hústrú Margrét Özurardóttir so mikið til kirkjunn-
ar og gefur umfram það, sem áður á hún. In primis 30 hundr-
aða í landi í Engey, 5 kúgildi, ein messuklæði, kantarakápu,
2 altarisklæði með dúkum og einum fordúkum, lektaradúk,
2 kertisstikur með kopar og 2 með jám, kross með undirstöð-
um, Maríuskrift, Tómaslíkneski, ein altarisbrik, lítill texti,
einn slopp og refla um kórinn með glituðum dúkum, item 3
merkur vax og hálf mörk reykelsis, item eitt merki, vígðs vatns
ketill með tin, ampli, sacrarium munnlaug, item 2 bjöllur.“ 4)
Margrét sú, sem til kirkjunnar í Engey gaf svo myndarlega,
er eflaust ekkja Ivars hólms Vigfússonar, þótt hvergi sé það
berum orðum sagt, en Margrét hét kona Ivars, eftir máldaga
Krýsuvikurkirkju að dæma, sem áður var frá sagt, og Mar-
grét hét móðir Vigfúsar hirðstjóra ívarssonar, sem brátt verð-
ur frá sagt, og auðsjáanlega var kona Ivars hólms Vigfús-
sonar.
I máldaga Strandarkirkju í Selvogi frá tímum Vilchins
biskups segir frá því, að Ivar bóndi hafi gefið kirkjunni þar
0 Isl. Ann., 361, 234, 279, 362 og 410.
2) S. st., 363.
3) D.I. III, 291.
4) S. st., 338.