Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 190
188
Þorsteinn Þorsteinsson
Skírnir
verið þar miklu meira áberandi og rúmfrekari en þeim bar
vegna hinnar litlu tíðni þeirra.
Þegar þess er gætt, hve hverfandi lítil hlutdeild þessara
nafna er í öllum nafngjafafjöldanum, þá virðist mér það
fjarstæða að hugsa sér, að þau geti stofnað nafnavali lands-
manna í voða, enda sést það á 1. yfirliti, að í síðustu nafna-
skránum hefur hlutdeild norrænu nafnanna vaxið, en töku-
nafnanna minnkað, og bendir það ekki til þess, að hinn útlendi
nýgræðingur muni eiga vaxandi útbreiðslu að fagna á komandi
árum. Gegn þessu mætti líklega heyra margar raddir kveða við
hvaðanæva eitthvað á þessa leið: Það er ekki nóg, að smekkur
manna fari vaxandi fyrir því að gefa börnum sínum íslenzk
nöfn. Það ætti ekki að líðast, að nokkur íslenzkur maður héti
erlendu nafni. Slíkt ætti að banna með lögum. Og það hefur
verið bannað, meira að segja fyrir nærri 40 árum, að nokkr-
um íslenzkum manni væri gefið nafn, sem ekki er rétt að
lögum islenzkrar tungu. Það mætti því ætla, að hér væri
allt í lagi um nöfn þeirra manna, sem ekki hefðu náð fer-
tugsaldri, og ekki væri ástæða til að hneykslast að því leyti
á nöfnum þeirra, sem fæddir væru eftir að nafnalögin frá
1925 gengu í gildi. En nafnaskýrslan frá 1921—-50 virðist
bera því órækt vitni, að bannlögin frá 1925 hafi að þessu
leyti ekki að fullu náð tilgangi sínum. Það er líka mín skoð-
un, að löggjafarvaldið hafi hér teygt sig inn á svið, sem ekki
heyrir undir það að réttu lagi. Að vísu er réttmætt, að lög-
gjafarvaldið gefi ýmsar reglur um mannanöfn, svo sem við-
víkjandi notkun þeirra og meðferð, en form þeirra er ekki
löggjafaimál, því að það er smekksatriði, sem hver einstak-
lingur á að hafa úrslitaúrskurð um. Ég álít því, að hver mað-
ur ætti að hafa rétt til að ráða nafni barns síns, ef það brýt-
ur ekki í bága við almennt velsæmi, alveg eins og skáldin
fá að yrkja ljóð sín rímuð eða órímuð og málararnir að mála
myndir sínar hefðbundið eða „abstrakt" eftir eigin vild, án
afskipta löggjafarvaldsins.
Nú get ég hugsað mér, að ýmsum blöskri, mér sé þá alveg
sama, hvernig nöfnin séu, og hvort útlendu nöfnin vaði hér
uppi og ætli allt að kaffæra. Nei, það er langt frá því, að