Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 112
110
Richard Beck
Skirnir
hvor sitt merki, annar stjörnufána Bandaríkjanna, hinn
fálka íslenzkan á blám feldi; þeir voru báðir í þjóðbún-
ingi vorum hinum forna, er Sigurður málari Guðmunds-
son hefur vakið til lífs meðal stúdenta heima á Fróni.
Kvennfólkið gekk sjer á eptir karlmönnunum og voru
nokkrar þeirra í skautbúningi og nokkrar í peisu- og húu-
fötum, svo hinn litli íslenzki hópur hafði einkennilegan
þjóðlegan blæ á sjer. Á eftir fylgdi fjölmennur skari af
fólki því, er verið hafði í kirkjunni og nam ásamt oss
staðar í lundi einum milli trjánna í garðinum. Þar voru
fánarnir reistir upp beggja megin við ræðustól er vjer
höfðum gjöra látið skömmu áður.
Verður hér brotið blað í beina frásögn séra Jóns um sinn.
Fóru nú fram ræðuhöld og söngur. Jón Ólafsson flutti
langt minni tslands, og fer séra Jón í fréttagrein sinni þess-
um orðum um ræðu nafna síns:
Dvaldi hann þar helzt við stjórnarbaráttu þess í seinni
tíð, minntist á komu konungs heim til þúsundárahátíðar-
innar heima á Fróni, á hina nýju stjórnarskrá, og ljet í
ljósi þá ætlun sína, að ekki mundi allt vera fengið enn;
þyrftu íslendingar nú eigi síður eptir en hingað til að
vera vakandi, sí og æ með opnum augum að velferð þjóð-
ar sinnar. Óskaði hann landi voru og þjóð heilla og bless-
unar á ókominni tíð.
Ólafur Ólafsson (frá Espihóli) mælti fyrir minni íslend-
inga í Vesturheimi, „bæði kominna og ókominna11, en séra
Páll Þorláksson minntist Vesturheims, og sérstaklega Banda-
ríkjanna. Mælti hann á norsku (dönsku, segir séra Jón í
svigum), enda þakkaði hann Norðmönnum þar í landi að
verðugu þann mikla vinarhug, sem þeir höfðu sýnt íslenzk-
um vesturförum. Tók séra Jón nú til máls, og fer hann með-
al annars um þá ræðu sína þessum orðum í fréttabréfi sínu:
Nokkru síðar mælti sá, er þetta ritar, nokkur áminning-
arorð til Islendinga um að leggja eptirleiðis áhuga á varð-
veizlu feðratungu sinnar, íslenzkunnar, í landi þessu.
Tók hann fram, að óumflýjanlega nauðsynlegt væri fyrir
þá, eins og allar aðrar þjóðir í þessu landi, að nema