Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 42
40
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
í bréfi til rentukammers í ársbyrjun 1804, að ástand Þing-
eyjarsýslu og raunar alls landsins sé orðið slíkt, að jafnvel
verulegar fjárupphæðir myndu ekki nægja til viðreisnar ein-
um hinna verstu förnu hreppa, hvað þá mörgum slíkum
hreppum, nema ef hægt væri að útvega búfénað á sæmilegu
verði, enda eina leiðin til að hindra það, að jarðir fari í eyði.
Hann kveður þó fátt vera um úrræði til að fá málnytupen-
ing og leggst gegn þeirri hugmynd að skylda þá bændur,
sem helzt voru aflögufærir, en þyrftu í rauninni á öllu sínu
fé að halda, til að selja nokkuð af því og það undir gangverði.
Hins vegar væri ekki ósanngjarnt, að einhleypt vinnufólk,
sem átti búfé, væri skyldað til að selja það á sanngjörnu
verði, enda væri það skaðlegt bændum, að hjúum leyfðist að
taka lifandi fé og fóðrun á því í vinnulaun. Loks telur sýslu-
maður, að skipta mætti leigukúgildum jafnar niður á jarðir í
opinberri eign, því að á sumum þeirra séu þau óeðilega mörg.
Þetta síðast nefnda atriði í tillögum sýslumanns var vafa-
laust mjög skynsamlegt, úr því að það viðgekkst, að innstæðu-
kúgildi fylgdu leigujörðum. Það var svo sem einnig rétt, að
einhleypt vinnufólk, sem átti búfé, gat fremur látið það af
hendi en bændur. Andúð sýslumannsins á því, að vinnumenn
eignuðust lifandi pening, orkar hins vegar mjög tvímælis,
því að slík eign kom þessum mönnum að miklu haldi, er
þeir stofnuðu sjálfir heimili. Og á venjulegum tímum hentaði
það sjálfsagt ýmsum bændum vel að greiða að minnsta kosti
sumu vinnufólki sínu laun á þennan hátt.
En það var ekki aðeins búfjárfæðin, sem gerði hinum fá-
tækari því nær ókleift að kaupa nokkra skepnu, heldur jafn-
framt hið gífurlega verð, sem allur kvikfénaður hafði smám
saman komizt í. Að sjálfsögðu hækkaði verð á öllum öðrum
nauðsynjum einnig verulega, eins og fyrr getur, og því kveð-
ur Þórður sýslumaður það skiljanlegt, að fátækt alls þorra
manna aukist sifellt, en hins vegar safni fáeinir menn meiri
auði en nokkru sinni áður. Á hann hér væntanlega bæði við
þá landsmenn, sem sloppið höfðu skár út úr harðindunum
en almennt gerðist, en notuðu nú aðstöðu sina til að okra á
öðrum, og við kaupmenn.