Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 121
Skírnir Níutíu ái'a afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi 119
þorri þeirra, serri á annað borð liafa nokkuð verulega hugsað
um hlutskipti sitt og sinna og framtið þar í álfu, hafa unað
illa þeirri tilhugsun, að þeir hyrfu sem dropi í sjóinn í þjóða-
hafinu þarlendis. Þeir hafa viljað standa saman um það að
halda andlegu sjáffstæði sínu, tungu og þjóðerni í lengstu lög.
Þessi þjóðræknis- og þjóðræktarmeðvitund, hert í eldi ára-
tuga reynslu, í mótbyr eigi síður en meðbyr, vestan hafsins,
fann sér öfluga framrás í stofnun Þjóðræknisfélags íslend-
inga í Vesturheimi fyrir 45 árum.
Hér er ekki tími til þess, þótt verðugt væri, að rekja til-
drögin að stofnun Þjóðræknisfélagsins. Verð ég að láta mér
nægja að vísa til hinnar ítarlegu og gagnfróðiegu ritgerðar
dr. Rögnvalds Péturssonar, Þjóðrœknisfélagið 20 ára, í Tíma-
riti þess 1938, en hann var þeim hnútum manna kunnug-
astur, þar sem hann var i hópi þeirra, sem mestan hlnt áttu
að stofnun félagsins og forseti þess fyrstu fjögur árin.
Þess eins skal getið hér, að eftir langan og rækilegan und-
irbúning var félagið stofnað 27. marz 1919 á fjölmennum
fundi fulltrúa úr Winnipegborg og víðs vegar úr byggðum
Islendinga í Norður-Dakota, Sastkatchewan og Manitoba.
Meginverkefni Þjóðræknisfélagsins er þríþætt, og er stefnu-
skrá þess skilgreind í 2. málsgrein laga félagsins, sem hér
segir:
1. Að stuðla að þvi af fremsta megni, að fslendingar
megi verða sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi.
2. Styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi í Vest-
urheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu meðal fslendinga aust-
an hafs og vestan.
Réttilega og viturlega er afstöðu félagsmanna til síns nýja
heimalands skipað í öndvegissessinn í stefnu og starfi félags-
ins, og lýsir sér þar vel sú þegnhollusta, sem frá fyrstu tíð
hefir almennt talin verið eitt af helztu og rótgrónustu ein-
kennum íslendinga vestan hafs. En eins og forystumenn Þjóð-
ræknisfélagsins hafa hver eftir annan lagt áherzlu á í ræðu
og riti, er hér um meira að ræða heldur en þegnhollustuna
eina saman við hið nýja land, þó sjálfsögð sé og mikilvæg.