Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 49
Skírnir
Bandarisk skólamál
47
og um 95 af hundraði þessara einkaskóla eru ýmist reknir
eða styrktir af ýmiss konar trúfélögum. Á stigum æðri mennt-
unar er þó hlutur einkaskólanna miklu meiri. 40 af hundraði
nemenda við æðra nám sækja einkaskóla (colleges og há-
skóla).
Ég skal nú stuttlega lýsa skólakerfinu í Bandaríkjunum.
Foreldrar geta sent börn sín á þriggja til fimm ára aldri í
smábarnaskóla (Nursery Schools og Kindergartens). Þetta er
ekki skyldunám og er kostað af foreldrunum sjálfum að veru-
legu leyti. Við sex ára aldur tekur skyldunámið við. Það
skiptist í tvö stig: barnaskólastigiS (elementary eða primary
school) og gagrifræ'SastigiS (high school). Skyldunámi lýkur
viðast við 16 ára aldur. Sumir barnaskólanna eru sex ára
skólar, þ. e. þeim lýkur, þegar barnið er tólf ára. Aðrir eru
átta ára skólar, og lýkur því, þegar nemandinn verður fjórt-
án ára. Þau börn, sem sótt hafa átta ára barnaskóla, geta
farið í fjögurra ára gagnfræðaskóla og lokið þaðan námi um
átján ára aldur. Fyrir hina, sem aðeins hafa stundað nám í
sex ára barnaskóla, eru tveir kostir: Þeir geta farið í sex ára
gagnfræðaskóla — combined junior-senior high school ■—• eða
fyrst i þriggja ára unglingaskóla — junior high school —,
lokið þaðan prófi um fimmtán ára aldur og haldið síðan
áfram í þriggja ára gagnfræðaskóla — senior high school —
og lokið þar námi um átján ára aldur. Þessu öðru stigi mennt-
unarinnar, gagnfræðanáminu eða secondary education, eins
og Bandaríkjamenn nefna þetta, lýkur þannig um átján ára
aldur. Siðan tekur æðri menntunin við. Próf úr gagnfræða-
skóla — high school — veitir í flestum tilvikum rétt til inn-
göngu i college eða háskóla, en þó ekki skilyrðislaust. Einka-
skólarnir ráða, hverja nemendur þeir taka, og ásóknin eftir
að komast í beztu einkaskólana, svo sem Princeton, Yale,
Harvard og Cornell, sem að vísu er eins konar sambland úr
einkaháskóla og ríkisháskóla, er svo mikil, að þeir geta valið
beztu nemendurna úr. Bíkisskólarnir eiga hér erfiðari leik.
Mér var sagt, að sumir þeirra, að minnsta kosti, hefðu nú
tekið upp þá stefnu að taka ekki alla nemendur, heldur krefð-