Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 270
266 Ritfregnir Skirnir
því mjög handhæg til notkunar og fljótgert að finna þar einstaka höf-
unda, vandamál og rit.
Framan við bókaskrána er ritgerð eftir Dag Strömbáck um upphaf
bókmennta á íslandi og í Noregi. Hún er hin læsilegasta, í vandaðri
enskri þýðingu eftir Peter Foote. Skemmtilegt er að kynnast því, hvern-
ig mikilhæfur fræðajöfur í fjarlægu landi fjallar um þenna þátt íslenzkr-
ar og norskrar menningarsögu, og ritgerðin er ekki sízt girnileg til fróð-
leiks fyrir þá sök, að höfundurinn hefur áður ritað stórmerkar greinar
um islenzkar fornbókmenntir. En ritgerð hans i bókaskránni að þessu
sinni er þó á ýmsa lund gallað verk. Auðséð er, að hinn sænski mennta
maður hefur ekki fylgzt nægilega vel með rannsóknum siðustu ára, og
fyrir bragðið eru sumar hugmyndir hans þegar orðnar úreltar. Hér skulu
einungis nefnd örfá dæmi.
í ritgerð sinni segir Strömbáck, að Ari hljóti að vera að vitna i Passio
Sancti Edmundi eftir Abbo af Fleury, þegar hann nefnir Játmundar sögu
í Islendingabók. Þetta er þó engan veginn svo augljóst mál. Ari vitnar
til Játmundar sögu í þvi skyni að tímasetja íslenzka viðburði, sem hann
miðar við dauða Játmundar árið 870. En nú hagar svo til, að í þessu riti
Abbos er dánarárs Játmundar alls ekki getið. Hins vegar var bent á það
í Skírni fyrir nokkrum árum, að dánarárs Játmundar er getið í hinni
fornensku þýðingu á riti Abbos. Sú tilgáta kom einnig fram í Skírni, að
til hafi verið islenzk gerð Játmundar sögu, og hafi Ari fróði vitnað til
hennar. Hvort sem sú kenning er rétt eða ekki, þá mun engum manni,
sem kynnt hefur sér þessi efni, detta í hug að slá fram þeirri staðhæf-
ingu, að Ari hljóti að eiga við latneska ritið með tilvitnun sinni til Ját
mundar sögu.
Dag Strömbáck getur þess til, að helgra manna sögur kunni að hafa
verið þýddar þegar um 1100, en í rauninni er ekkert þvd til fyrirstöðu,
að þetta hafi getað gerzt enn fyrr, eða á síðara hluta elleftu aldar. Hann
gerir ýmsar skemmtilegar athugasemdir um kristilegar bókmenntir Islend-
inga og Norðmanna á tólftu öld, en þó hefur honum láðst að gera grein
fyrir enskum áhrifum á kristnar bókmenntir þessara þjóða. Hér er um
meinloku að ræða, sem veikir mjög röksemdafærslu Strömbácks. Nú eru
til hómilíur, sem virðast bera það með sér, að þær séu þýddar úr ensku
fremur en latínu. (Sjá t. a. m. ummæli Finns Jónssonar í formálanum að
Hauksbók, cxviii-cxx bls.) Og mér hefur talizt svo til, að fimm sögur
af helgum mönnum beri með sér málseinkenni, sem bendi eindregið til
enskrar fyrirmyndar. Stundum er jafnvel hægt að sýna fram á, að ís-
lenzki (eða norski) þýðandinn hefur lagt norræna merkingu i skylt orð
á engilsaxnesku, þótt málsvenja sé sundurleit með báðum tungum, og þarf
þá ekki fleiri vitna við. Enn eru til enskar ættartölur, sem borizt hafa
hingað á 12. öld að öllum líkindum, ef ekki fyrr, og þýðandi þeirra hefui
misskilið frumtextann nokkuð. Þá má einnig þykja sennilegt, að Ari fróðí
hafi sótt efni í hina ensku konunga ævi sína í rit, sem voru á ensku. Um