Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 77
Skírnir
Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar
75
þessum tímum. Víst er það, að Vigfús sonur Magnúsar agn-
ars getur vel tímans vegna hafa verið faðir fvars hólms hirð-
stjóra, sem líklega er fæddur nálægt 1320 eða e. t. v. nokkru
fyrr, og kæmi það vel heim, að móðir fvars hafi þá verið
dóttir ívars hólms Jónssonar og Ástu Klængsdóttur. Vigfús
þessi er hinn eini, sem kunnur er, sem tímans vegna og ætt-
ar sinnar vegna er líklegur til að vera faðir ívars hólms hirð-
stjóra og einnig getur hafa borið höfuðbólið Hlíðarenda í
ættina.
Vigfús hirðstjóri Ivarsson.
Það er engin bein heimild fyrir því, að Vigfús hirðstjóri
ívarsson hafi verið sonur ívars hólms. Hinsvegar eru lík-
urnar fyrir því svo sterkar, að líkja má við vissu. Móðir hans
hét Margrét, en svo hét kona ívars hólms, svo sem að fram-
an er sagt. Sonur Vigfúsar hét ívar hólmur, svo sem síðar
verður sagt, og tímabilið milli þeirra ívars og Vigfúsar er
ekki lengra en svo, að Vigfús verður eðlilega talinn sonur
hans. Ekkert er kunnugt um önnur börn ívars hólms Vigfús-
sonar.
Rétt er að vekja strax athygli á skekkju, sem komið hefur
fram hjá flestum eða öllum, sem um þessa feðga hafa skrifað
á 19. og 20. öld. Þeir telja, að Vigfús hafi borið viðurnefnið
hólmur, eða réttara sagt, þeir virðast hafa gert ráð fyrir því,
að viðumefnið hólmur hafi verið ættarnafn eða haft eðli
ættarnafna, eins og þau nú gerast. Þetta er hreinn misskiln-
ingur. Vigfúsarnafninu fylgdi aldrei viðurnefnið hólmur,
heldur fylgdi það einungis Ivars-nafninu. Viðurnefnið „hólm-
ur“ hafði sama eðli sem svo mörg viðurncfni á miðöldum,
t. d. „langur“, „murti“, „kollur“ o. s. frv., að það fylgdi
ákveðnu eiginnafni.
Vigfús Ivarsson kemur fyrst fram á sjónarsviðið árið 1389,
eftir því sem Lögmannsannáll telur. Þar segir svo: „Otkvóma
Vigfúsar Ivarssonar af Færeyjum og skipaður hirðstjóri yfir
allt Island af frú Margrétu drottningu. Kom ekki af Noregi til
Islands.“l) Svo virðist eiga að skilja þetta, að ekkert skip
i) Isl. Ann., 284.