Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 135
Skírnir
Nokkrar spássíugreinar í pappírshandritum
133
III
ÁM 56—57 fol. eru tvær stórar pappírsbækur með hendi
séra Jóns Erlendssonar í Yillingaholti (d. 1672); þær eru í
jafnstóru broti: 20X30,5 sm., hin fyrri 283 blöð, hin síðari
334, og er á þær skrifuð Óláfs saga Tryggvasonar en mesta,
texti Flateyjarbókar. Letrið á bókunum er óvenjustórt, svo
að oftast eru einungis 21—22 línur á hverri blaðsíðu, en auk
þess eru spássíur breiðar, kringum 6 sm. Bækurnar eru óvelkt-
ar, en dálítill fúi hefur komizt í pappírinn, einkum síðari
hluta 57. Um feril þeirra er ekkert vitað, né heldur hvaðan
eða hvenær Ámi hefur eignazt þær, en auðséð er á útliti
þeiria að þær hafa ekki flækzt milli manna. Bækurnar eru
bundnar í pappaspjöld með brúnleitum pappír, en hvítu
skinni á kili, og er sams konar band á ýmsum öðrum papp-
írsbókum sem Ámi hefur látið binda. Efst á kili stendur
með hendi Árna: ‘Olafs saga Tryggvasonar / ur Flateyarbok’.
í 56 er bl. 87 aukið inn í bókina, en á það hefur Árni sjálfur
skrifað einn kapítula sem fallið hefur niður hjá séra Jóni
(80. kap. sögunnar i Flateyjarbók); blað þetta er bæði að
ofan og neðan skorið nákvæmlega eins og bókin sjálf, og
bendir það einnig til að Árni hafi látið binda bækurnar eftir
að hann eignaðist þær. Ef til vill hefur hann fengið þær í
lausum örkum. Á stöku stað í bókunum em leiðréttingar og
sums staðar nokkur orð eða heilar setningar sem vantar í
textann, skrifað á spássíur með hendi Árna. Stafsetning á
spássíugreinum þessum og bl. 87, sem áður er nefnt, bendir
til að Ámi hafi skrifað þetta á yngri árum sínum, t. d. skrif-
ar hann ij fyrir í, þ fyrir ð, zt í miðmyndarendingum og
stöku sinnum y þar sem það á ekki að vera samkvæmt fornu
lögmáli. Leiðréttingarnar eru flestar eftir Flateyjarbók sjálfri,
nema lítil klausa á bl. 76v, sem annað hvort er tekin eftir
ÁM 62 foh, eða einhverju glötuðu handriti skyldu því, nema
Árni hafi séð af hyggjuviti sínu hvernig textinn átti að vera.7)
Á bl. 242r—246v í 56, þar sem skrifað er upphaf Orkney-
7) Þetta er klausan ‘yfir — hans’, sjá Editiones Arnamagnœanœ, Series
A, Vol. 1 (Kobenhavn 1958), bls. 125, línu 8—10 n. m.