Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 71
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
69
þar nefnir og telur bróðurson Gizurar jarls, hafi verið Klæng-
ur Teitsson, þótt ekki sé hann feðraður.1) Þær Ásta og Þor-
gerður voru frænkur frá Jóni í Odda Loftssyni að telja á
þenna hátt: Öðrumegin Sólveig Jónsdóttir Loftssonar, Þor-
lákur sonur hennar og Þorgerður dóttir Þorláks. Hinumegin
Sæmundur Jónsson Loftssonar, Andrés Sæmundsson og Ásta
Andrésdóttir. Svona var frændsemin, ef Þorlákur Guðmunds-
son gríss, faðir Árna biskups, var sonur Sólveigar Jónsdóttur
frá Odda, en það er raunar hvergi berum orðum sagt í Sturl-
ungu og ekki heldur í Árna biskups sögu, en í Landnámu er
það sagt fortakslaust, og má því telja alveg víst, að þær hafi
verið svo skyldar sem að framan var rakið, og hafa þau
Klængur og Þorgerður þá gifzt í trássi við kirkjulög, og sú
hefur eflaust verið ástæðan fyrir því, að Árni biskup var svo
andvígur giftingu þeirra, sem frá er sagt í sögu hans.2)
1 Konungsannál segir m. a. við árið 1307, með yngstu rit-
hönd annálsins, frá byrjun 17. aldar: „tJtkváma Ivars hólms
Jónssonar með kóngsbréfum. I þeim stóð svo, að sýslumenn
skyldu hálfan vísaeyri11 o. s. frv.3) Hér er Ivar hólmur feðrað-
ur og sagður Jónsson. Heimildin er að vísu ung, en ætla má,
að hún sé tekin úr einhverri gamalli heimild, og er ekki ástæða
til að rengja föðurnafn ívars. Enn segir í Gottskálksannál við
árið 1312: „tJlkvóma herra ívars hólms“, og í Flateyjarannál
við sama ár: „Kom út herra Ivar hólmur11.4) Hér er um mik-
ilsháttar mann að ræða, herraðan og sendimann konungs, og
eru allar líkur til þess, að allt sé sami maður.
Hér verður ekki tekið til athugunar, hvort Ivar hólmur
Jónsson var af íslenzku eða erlendu bergi brotinn, en nafnið
er svo sjaldgæft og sérkennilegt, að varla er um annað að
ræða en að Ivar hólmur hirðstjóri Vigfússon hafi borið nafn
Ivars hólms Jónssonar. Mjög er eðlilegt að ætla, að ívar hólm-
ur Jónsson hafi verið fæddur um eða upp úr miðri 13. öld og
væri þá mjög líklegt, að ívar hólmur hirðstjóri Vigfússon
1) Bisk. I, 288—290; Sturl. IV, 122—125.
2) Landn., 163.
3) Isl. Ann., 149.
4) S. st., 343 og 392.