Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 129
Skírnir
Níutíu ára afmæli vesturísl. þjóðræknisstarfsemi
127
um söngsamkomur þeirra Maríu Markan, Guðmundu Elías-
dóttur og Guðrúnar Á. Símonar á vorum slóðum vestra, fyrir
atbeina félagsins eða deilda þess, og um hljómleika Rögnvalds
Sigurjónssonar.
En um heimsóknir hinna góðu og kærkomnu gesta frá fs-
landi til vor Vestur-íslendinga og áhrifin af heimsóknum
þeirra til eflingar þjóðræknisstarfi voru og andlegrar vakn-
ingar í þeim efnum, má vitna til eftirfarandi orða Einars Páls
Jónssonar vir kvæði hans til séra Kjartans líelgasonar:
Gleymt verður siðla gullið það,
er gaf oss koma þín.
Þú leiddir oss inn í íslenzkt vor
og andlega fjallasýn
við vaknandi sumars sigur-blik,
þar sól yfir nóltum skín.
Enn fremur höfum vér íslendingar í Vesturheimi, í sam-
starfinu yfir hafið, notið ríkulegs og margvíslegs stuðnings
af háifu ríkisstjórnar fslands og annarra aðila, svo sem Þjóð-
ræknisfélagsins hér heima, undir forystu þeirra Sigurðar Sig-
urgeirssonar og dr. Finnboga Guðmundssonar, enn fremur
Árna Bjarnarsonar og samnefndarmanna hans, að fáir einir
séu nefndir. En allt skal það að verðugu innilega þakkað af
hálfu Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi. Af áður
ónefndri starfsemi vorri vestur þar til eflingar framhaldandi
ættar- og menningartengslum yfir hafið, vil ég sérstaklega
nefna skógrœktarmáliS, sem Þjóðræknisfélagið hefir lengi
haft á dagskrá sinni, en með því er vitanlega átt við þá við-
leitni félagsins og félagsfólks að eiga nokkura hlutdeild í því
að klæða ættlandið skógi. Hefir félagið sjálft stutt það mál
með dálitlum fjárframlögum og ýmsir einstaklingar vestan
hafs gert hið sama. Veit eg, að við munum öll á einu máli
um það, að þar sé þörfu máli og göfugum málstað að vinna.
Tímans vegna hefi eg bundið þetta yfirlit um þjóðræknis-
starfsemina sérstaklega við Þjóðræknisfélagið, en svo eru
önnur félög, sem vinna að sama marki, en eru ekki í beinu
sambandi við félagið, svo sem The lcelandic Canadian Club