Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 120
118
Richard Beck
Skírnir
á milli Islendinga hér vestra og landa vorra heima á Is-
landi eða í öðrum löndum.
Hér var því bæði um þjóðræknislegt og allsherjar Islend-
ingafélag að ræða, eins og fram kemur glögglega í 1 f. grein
laga þess:
Félagið kýs sér fulltrúa svo marga og á svo mörgum stöð-
um, sem nauðsynlegt þykir. Þessa menn velur stjórn fé-
lagsins. Fulltrúar skýri stjórninni einu sinni á ári eða
oftar frá ástandi allra fslendinga í hvers eins byggðar-
lagi.
Vagga íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi vestan hafs, sem síð-
an hefir, í ýmsum myndum, lifað og blómgazt, við misjöfn
kjör, eins og félagslegar hreyfingar, stóð því í Milwaukee-
borg fyrir 90 árum.
íslendingafélagið í Milwaukee varð þó eigi langlíft, sér-
staklega vegna burtfarar leiðtoga félagsins og annarra fslend-
inga þaðan úr borg bæði til Minnesota og Nýja íslands. Fjarri
fór þó, að hugsjónin, sem stóð að baki þeim félagsskap, hug-
sjónin um að varðveita islenzka tungu og þjóðemi, hyrfi þar
með úr sögunni. Hún átti sér, sem betur fór, alltof djúpar
rætur í huguin manna, til þess að geta horfið þeim úr minni,
og hún brauzt fram í nýrri mynd í hinum ýmsu byggðar-
lögum þeirra. í íslenzku nýlendunni í Minnesota hófst mjög
snemma á árum félagsskapur í anda fslendingafélagsins í
Milwaukee. Eigi höfðu íslendingar heldur lengi verið í Winni-
peg, þegar þeir stofnuðu með sér íslendingafélag, haustið 1877.
Hér gætir aftur beint áhrifanna frá Milwaukee, því að þeir
menn, sem einkum gengust fyrir félagsstofnun þessari, voru
þaðan komnir. Tilgangur félags þessa, eins og fram kemur
í lögum þess, var og hinn sami sem markmið hins fyrsta
íslendingafélags þeirra Milwaukee-manna. Síðar var félag
þetta nefnt Framfarafélag Islendinga í Vesturhcimi; starfaði
það með miklu fjöri um tíu ára skeið og lét mörg mál til
sin taka.
En félagssamtök þau, sem nú liafa verið talin, hefi ég nefnt
sem dæmi þess, að þjóðræknisstarfsemi í einhverri mynd er
í rauninni jafngömul landnámi íslendinga vestan hafs. Allur