Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 275
Skirnir
Ritfregnir
271
landnám á Islandi, Grœnlandi og í Ameriku. Bókinni skiptir hann í tvo
meginliluta. Nefnist fyrri hlutinn Sagan, en hinn síðari Heitnildirnar.
í fyrra hlutanum segir höfundur söguna af landkönnunarferðum nor-
rænna víkinga, hinni miklu sókn þeirra í vesturveg yfir þvert Atlanzhaf,
fyrst til íslands, þaðan til Grænlands og loks allt til austurstrandar Norður-
Ameríku, og skýrir rækilega frá landnámi og landnámstilraunum í þess-
um löndum og hvernig þeim reiddi af. Hér er með öðrum orðum sögð
saga þessara nýbyggða, hverrar um sig, rakinn ferill þeirra, vöxtur og
viðgangur, mistök eða endalok. Fyrsti kafli þessa sögulega yfirlits fjallar
um Island á þjóðveldistímanum. Kemst höfundur að þeirri niðurstöðu,
að þar hafi hið norræna landnám borið glæsilegan árangur, þrátt fyrir
margs konar erfiðleika, m. a. af náttúrunnar völdum, þegar hafðar séu
í huga bókmenntir fslendinga og menning þjóðveldisaldar. Annar kafli
sögunnar fjallar um Grænland, hið íslenzka landnám þar og örlög þess.
Það er ætlun höfundar, er hann styður ýmsum rökum, að norræni kyn-
stofninn á Grænlandi hafi dáið út um 1500 vegna skorts og langvarandi
einangrunar. Telur hann, að gamla kenningin um þetta efni, hljóti enn,
þegar á allt er litið, að halda velli. Ilann kemst því að gagnstæðri nið-
urstöðu við það, sem próf. Tryggvi J. Oleson heldur fram í Kanadasögu
sinni, eins og getið er um í greininni um þá hók. Þriðji kafli hins sögu-
lega yfirlits fjallar um Vínlandsferðirnar og hinar misheppnuðu tilraunir
til landnáms norrænna manna á meginlandi Ameriku. Sögukaflamir eru
ritaðir af mjög víðtækri þekkingu á viðfangsefnunum og heimildum hæði
fornum og nýjum. Þannig hafa t. d. ekki farið fram hjá honum greinar
próf. Þórhalls Vilmundarsonar um leiðangur Helge Ingstads og félaga
hans til fornleifarannsókna á Nýfundnalandi sumarið 1962, er birtust í
Lesbók Morgunblaðsins í september og október það ár.
I siðara hluta bókarinnar (bls. 101-203) eru þýðingar höfundar á
ensku af fornum, islenzkum heimildarritum um landafundi íslendinga
og Vínlandsferðir. Ritin eru þessi: Islendingabók Ara fróða, valdir kaflar
úr Landnámahók, Grænlendinga saga, Eiríks saga rauða (öðru nafni Þor-
finns saga karlefnis), Vínlandsferð Þorfinns karlsefnis, eftir texta Hauks-
bókar, og Einars þáttur Sokkasonar (öðru nafni Grænlendinga þáttur).
Því næst koma nokkrir viðaukar (bls. 207-229): Njála, mest Islendinga-
sagna; Eini konungurinn, sem hvilir á íslandi; Ungortok höfðingi í Kak-
ortok, mögnuð Eskimóaþjóðsaga um hlóðhefndir; Straumfjörður á Vin-
landi; textar og útgáfur, þ. e. greinargerð fyrir hinum þýddu ritum, og
loks stutt skrá um helztu rit, sem efni þetta varða. Eftir lauslega athugun
fæ eg ekki betur séð en þýðingar höfundar séu vandaðar og nákvæmar.
Að bók próf. Gwyn Jones er í alla staði mikill fengur. Erlendir fræði-
menn, sem áhuga hafa é sögu Vínlandsferðanna, en skilja ekki íslenzku,
fá hér í hendur ómetanleg hjálpargögn, greinargott sögulegt yfirlit yfir
efnið i heild og þýðingar frumheimilda, sem óhætt er að treysta. Islenzkir
fræðimenn geta og margt af höfundi lært. Allmargar myndir, hæði af