Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 98
96
Einar Bjarnason
Skirnir
1 ágripi af bréfum um Leirá í Leirársveit í vísitazíubók
Gísla biskups Jónssonar segir m. a.og þessi landamerki
hefði hann (þ. e. Runólfur Höskuldsson) haldið upp (á) 40
vetur og hans faðir fyrir hann og þetta afhenti hann Brandi
Guðmundssyni“.1) Enn segir: „Item heldur kaupbréf Run-
ólfs Höskuldssonar og séra Þórðar Gvendssonar, að kirkjan á
Leirá . . . o. s. frv.“, og loks: „Datum þess bréfs 1560. Var þá
eignarmaður Leirár Ólafur Brandsson.“
11. ágúst 1545 er Brandur meðal svarinna lögréttumanna
í dómi Gizurar biskups í Saurbæ í Hvalfirði.2) 23. október
1550 er hann dómsmaður í Kjalardal í Skilmannahreppi.3)
7. ágúst 1553, á Melum í Melasveit, lýsir Ólafur Brandsson
yfir því, að hann hafi fengið Marteini biskupi jarðimar Vind-
ás á Landi og Hreiður í Holtum gegn kvittun biskups á sak-
ferlum og tíundarhöldum, sem honum höfðu verið dæmd af
Brandi Guðmundssyni, sem nú er látinn.4)
Kona Brands var, eftir því sem niðjatöl segja, og ekki er
ástæða til að rengja, Ingibjörg Torfadóttir í Klofa Jónssonar
og Helgu Guðnadóttur. Niðjatöl nefna tvö böm þeirra, Ólaf
bónda á Leirá og Torfa bónda á Höfn í Melasveit. Frá Torfa
má rekja karllegg til núlifandi manna.
ValgerÖur GuSmundsdóttir,
alsystir Brands á Leirá, átti fyrr Pétur lögréttumann í önd-
verðamesi í Grímsnesi Sveinsson, sem mun hafa dáið nálægt
1509.5) Dætur þeirra voru fjórar að sögn síra Jóns Egilsson-
ar.°) Dr. Guðni Jónsson, prófessor, hefur gert grein fyrir
nokkrum þessara systra í ritgerð sinni í Sögu II, bls. 203
—216. Víst er um Guðrúnu, sem Gunnar Þórðarson, móður-
J) D.I. XI, 32. Hér stendur neðanxnáls „ca. 1516“, þ. e. um 1516 hafi
Runólfur afhent Brandi Leirá. Þetta er eflaust ekki nákvæmt. Brandur
hefur, eins og fyrr segir, erft Leirá, a. m. k. hálfa, en e. t. v. alla, eftir
síra Þórð á Melum, bróður sinn, 1518 eða 1519, og þá fyrst fengið jörð-
ina afhenta.
2) D.I. XI, 433.
2) S. st., 806.
“) D.I. XII, 605—606.
5) Saga II, 203.
6) Safn I, 38.