Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 156
154
Ólafur Ilalldórsson
Sfcírnir
orrnr 8G. Sérstaklega eru athyglisverðar orðmyndirnar urnk-
iþr 294° (= óhrakiðr) og oro 2957 (= váru; fyrra o-ið er
klesst, en virðist þó ekki dregið út), sem er mjög sjaldgæf
orðmynd; Larsson (Ordförrádet) nefnir þrjú dæmi úr Stokk-
liólms hómilíubók og orum í ÁM 645 4t0.“'°)
XIV
Þegar meta skal hversu trúverðugur texti handrita sé, er
vitanlega ætíð tekið nokkurt tillit til ritunartímans, enda
þótt ekki sé hægt að ganga að því vísu að gamalt handrit
liafi betri texta en ungt. Af þessum sökum og ýmsum öðr-
um er gott að vita nokkurn veginn um aldur handrita. En
það leiðir af sjálfu sér, að aldursákvörðun handrits sem brann
1728 er ýmsum erfiðleikum bundin. Samt sem áður má fá
nokkra vitneskju um aldur Cod. Ac.; í þeirri gerð Orkney-
inga sögu sem á það var skrifuð, hafa ritverk Snorra Sturlu-
sonar verið notuð, bæði Heimskringla og Ólafs saga helga
hin sérstaka, og á einum stað er vitnað til Snorra (Orkn.
107ls). Cod. Ac. hefur þá að minnsta kosti verið yngra en
þessi ritverk. Ef til vill mætti einnig fá nokkra vísbendingu
um uppruna handritsins og aldur af skyldleika þess við
önnur handrit, en ekki verður farið út í þá sálma hér. Um
feril handritsins er ekkert annað vitað en að það var í Nor-
cgi, sennilcga í Bergen, um miðja 16. öld, en lenti síðar á
háskólabókasafninu í Höfn. En uppruna þess verður að leita
cftir tilvísan stafsetningar, að svo miklu leyti sem ráðið
verður í hana með aðstoð 332 og spássíugreina þeirra sem
liér hafa verið gerðar að umtalsefni.
Það sem með vissu verður vitað um stafsetningu Cod. Ac.
bendir eindregið til að handritið hafi verið skrifað af Isleud-
ingi; til þessa bendir ruglingur á œ og œ, lir oft í upphafi
orða, klofnings o stundum skrifað au og ýmislegt fleira. En
sumt í stafsetningunni hefur verið norskkynjað: laupa, lulr,
20) Sjá Homiliu-Bók ... Utg. af I):r Theodor Wisén (Lund 1872), bls.
12811, 13020 og 17519; ennfremur Islándska handskriften N° 645 4° i Den
arnamagnœanske samlingen .. . utg. af Ludvig Larsson (Lund 1885),
bls. 12630.