Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 106
104
Einar Bjarnason
Skirnir
segir, telur Skarðsárannáll hana hafa dáið 1486, og getur það
verið alveg rétt. 1 vottorði gefnu á Munkaþverá í Eyjafirði
10. febrúar 1492 er sagt, að síra Semingur Magnússon hafi
lýst því, að hústrú Margrét heitin Vigfúsdóttir hafi gefið sér
jörðina Þóroddsstaði í Kaupangskirkjusókn.1)
Sira Böðvar Jónsson hefur tekið tvenna vitnisburði á Suð-
urnesjum um reka Viðeyjarklausturs, annan óstaðsettan 23.
apríl 1497, en hinn 28. s. m. í Kirkjuvogi. 1 öðrum þeirra
segir, að þau Steinmóður óbóti og hústrú Margrét, sem vænt-
anlega er Margrét Vigfúsdóttir, hafi komið sér saman um
að hafa skyldi helming hvort þeirra hvort ár af öllum við-
reka 6 álna trjáa og stærri í Höfnum milli Klaufár og Esju-
bergs.2)
Alþingisdómur frá 30. júní 1502 greinir frá því, að „hús-
trú Margrét“ hafi átt Silfrastaði í Blönduhlíð eftir Sigmund
Einarsson, og er um Margréti Vigfúsdóttur að ræða, með því
að tekið er fram, að Páll bóndi Brandsson hafi haldið Silfra-
staði eftir hana.3)
Margrét og Þorvarður áttu 3 dætur, sem upp komust:
Ingibjörgu konu Páls sýslumanns á Möðruvöllum Brandsson-
ar lögmanns Jónssonar, Guðríði konu Erlends sýslumanns á
Hlíðarenda í Fljótshlíð Erlendssonar Narfasonar, og Ragn-
hildi konu Bjarna sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum Mar-
teinssonar, líklega Gamlasonar Marteinssonar.
Ingibjörg og Páll misstu börn sín ung og erfði Páll þau,
en Pál erfðu síðan skilgetnir synir Gríms óskilgetins sonar
hans, og spruttu af þeirri erfð miklar þrætur.
Meðal barna Guðríðar og Erlends voru Vigfús og Þor-
varður lögmenn, Jón móðurfaðir Gísla sýslumanns i Miðfelli
Sveinssonar og Hólmfríður kona Einars í Dal undir Eyja-
fjöllum Eyjólfssonar.
Meðal bama Ragnhildar og Bjarna vom Erlendur sýslu-
maður á Ketilsstöðum, Ragnhildur kona Björns sýslumanns
í ögri Guðnasonar, Hólmfríður sem fyrr átti Pál Pálsson,
!) D.I. VII, 99.
2) S. st„ 338—339.
3) S. st„ 606—608.