Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 104
102
Einar Bjarnason
Skírnir
riorskir lögréttumenn frá Jdví, aö hústrú Guðríður Ingimund-
ardóttir og hústrú Ragna Ingimundardóttir áttu jarðirnar
Vík, Bjargir, Dali og Horn í Rennisey í Rygjafylki, hluta í
Tólgu, Marvík í Hjalsu kirkjusókn, liluta í Hellulandi í
Strandarkirkjusókn og hluta í Moldum í Saudasókn. Þeir
sögðust ekki vita betur en hústrú Margrét Vigfúsdóttir á ís-
landi ætti þessar jarðir og engan vissu Jieir réttan erfingja
Rögnu Ingimundardóttur annan en Margréti.1)
Af þessu má sjá, að Margrét hefur verið ein á lífi barna
Guðríðar Ingimundardóttur, þegar móðir hennar lézt, með
þvi að annars hefðu systkini hennar einnig erft Rögnu.
3 menn skýra frá því „í Sogni á Tunáli í Víkar skipreið“
29. nóv. 1471, að þeir vissu, að Ragna Ingimundardóttir átti
tilgreinda hluta í tilgreindum jörðum, að þeir heyrðu aldrei
tvímæli leika á því, að það væri réttfengið erfðagóz Rögnu,
og að þeir vissu ekki sannara en að hústrú „Maret“ Vigfús-
dóttir á Islandi, systurdóttir Rögnu, væri réttur erfingi að öll-
um gózum, sem hún átti.2)
31. marz 1475, á Hofi á Kjalarnesi, votta 3 menn það, að
Guðrún Jónsdóttir kona Guðmundar Ivarssonar samþykkir,
að Guðmundur megi selja hústrú Margréti Vigfúsdóttur jörð-
ina Öndverðarnes.3) Hér mun vera um að ræða Guðmund
bróðurson Margrétar, svo sem að framan segir, en úr kaup-
unum á Öndverðarnesi mun ekki hafa orðið, með því að
dóttir Guðmundar mun hafa haft þá jörð í heimanmund.
15. maí 1475, í Gufunesi, sem þá á tímum virðist hafa ver-
ið helzti verzlunarstaður við Sund, votta það Guðmundur
ívarsson, eflaust hinn sami sem fyrr getur, og Egill Jónsson,
að Margrét Vigfúsdóttir byggði Hermanni Lafranzsyni, sem
væntanlega hefur verið norskur maður, jörðina Dali í Renn-
isey og hálfa eyðijörðina Bjargir í Höðskeiðskirkjusókn, leigu-
laust í 3 ár „í þá peninga sem hústrú Hólmfríð hennar
systir varð greindum Hermann skyldug í sín þjónustulaun,
1) D.I. V, 476—477.
2) S. st., 650—651.
3) S. st., 779.