Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 75
Skírnir
Ætt ívars hólms hirðstjóra Vigfússonar
73
ýmsa dýrmæta muni.1) Sá Ivar bóndi er ekki feðraður, en
vel kann hann að vera fvar hólmur Vigfússon, og er raunar
ekki kunnugt um annan mann, er líklegri væri.
Á einu af minnishomum Skálholtsdómkirkju, sem Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður birti ritgerð um í bók sinni Stakir
steinar, er skráð nafnið „fvar hólmur". Það er víst vafalítið,
að þar er átt við ívar hólm hirðstjóra Vigfússon eins og höf-
undur ritgerðarinnar telur.
Svo sem að framan er sagt, er varla um annað að ræða en
að ívar hólmur Vigfússon sé heitinn eftir ívari hólmi Jóns-
syni. Talið hefur verið, að faðir hans væri Vigfús sonur Jóns
á Ferjubakka Erlendssonar lögmanns Ólafssonar, en engin
heimild er fyrir því, að sá Vigfús hafi verið til. Enn hefur
verið talið, að Vigfús sá Jónsson hafi verið faðir ívars hólms,
sem annálsbrot frá Skálholti segir svo um við árið 1371:
„Skipuð hirðstjórn Vigfúsi Jónssyni um allt land og andaðist
þar þegar litlu síðar í Noregi.“ ~) Sá Vigfús er í ágizkunum
talinn sonur Jóns á Ferjubakka Erlendssonar.3)
Það er svo fráleitt að ætla að gera ráð fyrir því, að faðir
ívars hólms Vigfússonar, sem hafði verið í fremstu röð
manna hérlendis í 20 ár og eflaust hefur verið nálægt fimmt-
ugu, er hann lézt, árið 1371, hafi verið skipaður hirðstjóri
og komi þannig fyrst við sögu við lát sonar síns, eflaust þá
a. m. k. um sjötugsaldur, að óhætt er alveg að fullyrða, að
Vigfús hirðstjóri Jónsson hafi ekki verið faðir Ivars hólms
Vigfússonar. Vigfús sonur Ivars hólms Vigfússonar er orðinn
hirðstjóri 1390. Hann mun því varla vera fæddur síðar en
1360—65: Ef hann hefur borið nafn föðurföður síns, er
ósennilegt, að hann sé fæddur fyrir lát hans, ef ráða má af
reglum þeim, sem virðast hafa gilt um nafngiftir á þessum
tímum.
Ekki er þó algerlega sporalaust til þeirra, er gætu verið
forfeður Ivars hólms Vigfússonar. Svo segir í Sturlungasögu
í lok 95. kafla:
1) D.I. IV, 100—101.
2) Isl. Ann., 229.
3) Sbr. t. d. Isl. æviskrár og Sýslum.æfir.