Skírnir - 01.01.1964, Blaðsíða 272
268 Ritfregnir Skirnir
fyrir hendi, fyrr en kemur fram á þrettándu öld, þegar Ölafur hvítaskáld
semur rit sitt.
Þótt mér hafi orðið tíðrætt um einstakar misfellur á ritgerð Ström-
backs, þá þykir mér að henni mikill fengur, því að slíkar greinar hljóta
að knýja menn til umhugsunar um margþætt vandamál, sem ella yrði
minni gaumur gefinn. Ég hef gert mér allt aðrar hugmyndir um íslenzka
menningu og bókmenntir á 12. öld en Dag Strömbáck, en ég er líka með
þeim annmarka gerður, að mér þykir engu síður gaman að kynnast verk-
um þeirra manna, sem líta heiminn öðrum augum en ég. Og gott er að
geta verið ósammála svo ágætum fræðimanni og Dag Strömbáck er.
Hermann Pálsson.
Tryggvi J. Oleson: Early Voyages and Northern Approaelies 1000
—1632. The Canadian Centenary Series. Oxford University Press 1964.
Bók þessi er fyrsta bindi í stórri Kanadasögu, sem hefir nýlega hafið
göngu sína. Sagan er alls áætluð 17 bindi, og hefir sérstök útgáfunefnd
haft skipulagningu hennar með höndum. Fengnir eru til hinir færustu
menn, hver á sínu sviði, að rita um einstaka þætti eða timabil sögunnar.
Hvert bindi verður sjálfstætt rit út af fyrir sig, en höfundar verða þó að
fylgja nokkrum ákveðnum meginreglum, svo að nokkurt samræmi hald-
ist og heildarsvipur með öllu verkinu. En tvennt er það einkum, sem
orðið hefir til þess að ýta undir framkvæmd þessa merka fyrirtækis nú.
Hálf öld er liðin, síðan rækileg saga Kanada var gefin út með samvinnu
margra vísindamanna líkt og nú og þörfin því orðin brýn á nýju heildar-
verki, þar sem tekið er tillit til margs konar framfara í sögulegri þekk-
ingu á þessu tímabili auk mikilla breytinga á þjóðlífinu á sama tíma.
1 annan stað er skammt fram undan aldarafmæli kanadiskrar sjálfstjórn-
ar í brezka heimsveldinu, en Kanada gerðist fyrsta brezka samveldislandið
hinn l.júlí 1867. Er þetta hvort tveggja ærið tilefni, og er vel, að sam-
an fari.
Höfundur fyrsta bindisins, dr. Tryggvi J. Oleson prófessor við Mani-
tobaháskóla, var, sem kunnugt er, af íslenzkum ættum, mælti á íslenzku
og rækti skyldleikann á margan veg. Hann var m. a. ritstjóri 4. og 5.
bindis af Sögu Islendinga í Vesturheimi, er Bókaútgáfa Menningarsjóðs
gaf út, og ritaði sjálfur meginhluta þeirra, einkum 5. bindis. Hann vann
í mörg ár að því að þýða á enska tungu hið mikla rit dr. Jóns Dúasonar
Landkönnun og landnám Islendinga í Vesturheimi, sem hann taldi sig
eiga mikið að þakka, eins og umrætt rit ber líka ljóst vitni um. Einnig
þýddi hann á ensku hina athyglisverðu ritgerð dr. Jóns Jóhannessonar
um aldur Grænlendinga sögu og birti í Saga-Book 1962. Það ár kom hann
til Islands og flutti þar fyrirlestur í boði háskólans um efni úr miðalda-
sögu Kanada. Ferðaðist hann þá allvíða um landið ásamt konu sinni, sem
var einnig af íslenzkum ættum. En á síðasta ári barst hingað til lands
andlátsfregn hans. Sú fregn kom á óvart, því að próf. Tryggvi var maður